Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 47
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
slökkviliðsstjórans, og áttu menn að renna á hljóðið, er óhljóð
úr lúðrinum barst um þorpið. Þokukennt hljóð myndaðist, er
snúið var sveif á hlið lúðursins. Það kom stundum fyrir, að við
strákarnir lofuðum leikfélögum okkar að heyra aðeins í lúðrin-
um innandyra, en það heyrðist vart út. Einnig var til lúður, er
blásið var í, líkur trompetlúðri, en með einum tóni.
I júlí 1916 er Michelsen falið annað verkefni, er Kristján
Blöndal hafði áður gegnt, en það var eftirlit með reykháfum
og eldstóm í hreppnum. Þá var Pétri Sighvats úrsmið falið að
annast nauðsynlegar aðgerðir á stoppkrönum og brunahönum
vatnsveitunnar, þannig að þeir væru auðfundnir og aðgengileg-
ir til afnota, jafnvel í snjóa- og ísalögum. Með þessu eru báðir
úrsmiðirnir á Sauðárkróki mikið tengdir brunavörnunum.
Svo er það 9- júní 1917, að samþykkt er reglugerð fyrir
brunaliðið á Sauðárkróki, og er J. Fr. Michelsen endurkosinn
slökkviliðsstjóri til næstu þriggja ára og eftirlitsmaður með
eldstóm og reykháfum til eins árs og fær greiddar 100 kr. fyrir
árið. Þessu eftirlitsstarfi hætti hann 1918, en starfi slökkviliðs-
stjóra gegndi hann áfram.
Hvers vegna var faðir minn skipaður slökkviliðsstjóri? Svarið
við þeirri spurningu hlýtur að vera það, að vegna herþjálfunar
hafi hann verið hæfastur til þessa starfs. Hann var þjálfaður í að
hugsa fljótt og sjálfstætt, að gefa snöggar og ákveðnar fyrir-
skipanir, sem er mjög áríðandi, er eldsvoði er á ferðinni. Hann
var og sá persónuleiki, er menn báru virðingu fyrir, og það hef-
ir mikið að segja.
Brunamálanefnd hafði verið starfandi undanfarin ár og haft
gott samstarf við slökkviliðsstjórann og tekið tillit til óska
og ábendinga hans. Og í apríl 1918 kemur tillaga til hrepps-
nefndar frá brunamálanefnd um útvegun á ýmsum áhöldum til
slökkviliðs, s.s. öxum, skjólum, köðlum, stigum, segli o.fl. En
þrátt fyrir, að árið 1908 hafði fyrst verið rætt um að kaupa
slökkvivéladælu, er engin vél ennþá komin og ekki í sjónmáli
og kom ekki fyrr en eftir 1931. Eg er ekki viss um ártalið, en
45