Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 48
SKAGFIRÐINGABÓK
ég mun hafa verið byrjaður í úrsmíðanámi - það var 1929 - og
setti pabbi mig sem þriðja mann á dæluna. Þetta mun hann
hafa gert vegna þess að ég gat gripið lykilinn að húsnæði
slökkviliðsins, en hann var geymdur í vinnustofu pabba. Fyrsti
og annar dælumaður voru Jón Nikódemusson vélvirkjameistari
og Sigfús Jóhannsson vélsmiður, að mig minnir. Véldælan, sem
var dregin af tveim eða fleiri mönnum, var hinn mesti galla-
gripur. Það gekk mjög illa að koma henni í gang, sem auðvitað
er mjög mikill galli. En er hún loksins fór í gang, þá var hún
kröftug og dældi vel. Sem betur fór voru eldsvoðar fátíðir á
Króknum.
Mér hefur t.d. verið sagt frá því, er eldur var laus í húsi Jóns
Þorsteinssonar, Suðurgötu 10, að véldælan hafi ekki hafst í
gang fyrr en húsið var brunnið! Stærsti húsbruni, er ég minn-
ist í tíð föður míns, áður en dælan kom, er hús er stóð rétt ofan
við kambinn, austan við hús Fíladelfíusafnaðarins og hét Sæ-
berg. I því húsi bjó Eiríkur Kristjánsson, og missti hann allt
sitt. Faðir minn var í göngu á sunnudagsmorgni inn á Skag-
firðingabraut, er hann heyrði í brunalúðrinum og tók hann á
sprett. Mikið var tekið til þess hve hratt hann hljóp og hefði
hann sjálfsagt slegið Skagafjarðarmet í hraðhlaupi!
Um svipað leyti og dælan kom var settur upp nýr rafknúinn
brunalúður á staur norðan við hús pabba. Sá lúður var mjög
kraftmikill og heyrðist víða. Brunaæfingar voru haldnar árlega.
Pabbi valdi menn til ákveðinna verka innan slökkviliðsins og
hafði handskrifaða lista yfir þá og í hvaða flokki þeir áttu að
vera. Á þessum árum þekktu allir alla á Króknum. Það var
þegnskylduvinna að vera í slökkviliðinu og ólaunað starf. Ekki
man ég hverjir voru flokksstjórar. Einum man ég þó eftir, en
það var Guðmundur Sigurðsson trésmiður, hörkuduglegur
maður og óskaplegur kraftamaður, sem allir strákar á Krókn-
um dáðust að og vildu líkjast. Guðmundur gekk venjulega
undir nafninu „Gvendur Gulla“ eða „Mundi Gulla“, hann tók
46