Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
hamrað á steðja í lengju, en stöðugt þurfti að rauðhita gullið
svo ekki mynduðust sprungur. Er gulllengjan var nægileg að
lengd voru endarnir silfurkveiktir eftir að vera felldir vel sam-
an, svo að samskeytin sáust lítt. Svo voru þeir hamraðir á sér-
stakri keilu í rétta stærð og sorfnir með fínni þjöl og smergel-
skífu og gerðir áferðarfínir. Oft var komið með skartgripi til
viðgerðar og hreinsunar, og voru sumir vandmeðfarnir. Mikið
var komið með ýmsa hluti, er þurfti að silfiirkveikja, t.d. komu
bændur og aðrir hestamenn með svipur til viðgerðar. Hettur
og kengir vildu losna og þurfti að silfurkveikja. Sjómenn komu
með rör frá mótornum til silfurkveikingar. Tinkveikingar
dugðu ekki. Alloft kom það fyrir, að einhverjir fúskarar voru
búnir að tinkveikja hlutina, og var þá oftast mjög erfitt og
stundum ómögulegt að ná tininu burtu, svo að hægt væri að
silfurkveikja, en silfurslaglóð vildi ekki binda þar sem tin hafði
áður verið notað. Oft var komið með reykjarpípuhausa, er
höfðu sprungið þar sem munnstykkinu var stungið í hausinn.
Þetta var gert við með því að smíða silfurhólk og þá oftast úr
gömlum vasaúrkössum utan af ónýtum úrverkum. Sumir
pípureykingamenn voru svo forsjálir að láta smíða hólka á nýj-
ar pípur svo að pípuhausinn héldist ósprunginn. Einnig smíð-
uðum við neftóbaksdósir úr gömlum vasaúrkössum, og fóru
þær vel í vasa. Kvenskart, sérstaklega víravirki, var erfitt að
gera við. Silfurþræðirnir eru svo grannir, að þeir þola aðeins
mjög lítinn hita. Það þurfti því að gæta sérstakrar varfærni, svo
að hluturinn læki ekki niður og eyðilegðist. En sem betur fór
kom það ekki fyrir.
Pabbi verslaði með gleraugu og gerði við þau. Viðgerðir á
gleraugum voru allalgengar hjá okkur. Helgi Skúlason augn-
læknir á Akureyri kom reglulega árum saman til Sauðárkróks
til athugunar á augum Skagfirðinga. Hann vísaði fólki með
resept sín til Michelsen, sem hann bar fullt traust til.
Allnokkuð var um það að komið var með rakhnífa, er voru
orðnir bitlausir, og slípaði pabbi þá á olíusteini, sem var mjög
48