Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 52
SKAGFIRÐINGABÓK
seinlegt verk. Rakvélar voru þá ekki komnar til sögunnar.
Sumir af þeim hlutum, sem við vorum að gera við, voru mjög
lélegir og borgaði sig raunverulega ekki að eyða í þá tíma. En
pabbi reyndi að bjarga málunum, þó að lítið fengist fyrir við-
gerðina.
Fólk bar mikið traust til Michelsen og taldi hann geta gert
við hina ótrúlegustu hluti. En of langt fannst pabba gengið, er
eitt sinn var komið með gamlan náttpott, er gat var komið á.
Þá sagði pabbi nei! Jörgen Frank gekk ekki undir þessum
nöfnum á Króknum, heldur var hann ávallt kallaður Michelsen
eða Mikki og við strákarnir vorum kallaðir Mikkastrákarnir. I
dag erum við oft kallaðir Mikkarnir, og kann ég því vel.
Nemanda í úrsmíði tók pabbi 1912, en það var Guðni A. Jóns-
son frá Gunnfrxðarstöðum í Svínavatnshreppi, er var hjá hon-
um til 1916, en fór þá til Kaupmannahafnar til framhalds-
náms. Hann dvaldi í Danmörku og Þýskalandi til 1920, en fór
þá heim til íslands, og í Reykjavík setti hann upp úra- og silf-
urvöruverslun og úrsmíðavinnustofu. Mikill vinskapur varð á
milli Guðna og föður míns og hélst sú vinátta meðan báðir
lifðu. Það mun vera mjög fátítt, að meistari og nemi yrðu slík-
ir vinir. Er pabbi átti leið til Reykjavíkur, gisti hann hjá
Guðna.
Pabbi var þekktur maður á Norðurlandi vestra og víðar.
Hann hafði orð á sér sem góður úrsmiður og fékk úr til við-
gerðar víða að, t.d. úr Húnavatnssýslum og frá Siglufirði. Hann
vildi láta vinna vel, ekki fúska. I viðskiptum var hann mjög
heiðarlegur og prettaði ekki fólk. Orð hans voru jafngild skrif-
legum samningi.
Er pabbi kom til Islands 1907, hafði hann með sér reiðhjól,
er ekki var „fríhjól“. Reiðhjól höfðu ekki sést á Sauðárkróki
áður og vakti þetta mikla athygli. Eg man vel eftir þessu hjóli,
ég fékk að reyna það. Eigandi þess var þá Málfreð Friðriksson,
Malli skóari, og var það þá um 20 ára gamalt. Til er mynd af
50