Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 53
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
Jóhannesi úrsmið á Sauðárkróki og reiðhjóli, og því halda
menn, að það sé fyrsta reiðhjól á Sauðárkróki. En svo er ekki.
Pabbi sagði mér sjálfur, að hann hefði komið með fyrsta hjólið
til Sauðárkróks.
Dag nokkurn barst pabba danskur myndalisti (katalog) yfir
reiðhjól. Þetta varð til þess, að hann hóf innflutning á reiðhjól-
um 1928. Þessi reiðhjól, oft kölluð hjólhestar, voru mjög sterk
og voru með hólkum á öllum samtengingum. Þau hétu Rem-
ington og reyndust vel. Önnur hjólategund, Presto, fékkst á
Króknum, en hafði ekki reynst vel. Þau voru ekki með hólkum
og þess vegna veikbyggðari.
Nú fór reiðhjólum að fjölga ört, og náði pabbi fljótt góðri
sölu á Remington-hjólunum ásamt varahlutum. Þetta kallaði á
viðgerðarþjónustu, sem ekki var til á Króknum. Járnsmiðir
höfðu lítilsháttar fengist við reiðhjólaviðgerðir. Var nú reið-
hjólaverkstæði sett á laggirnar. Eins og ég hefi áður sagt, var
ekki nægilegt að hafa úrsmíðavinnustofu til lífsframfæris stórri
fjölskyldu. Hér kom nýtt tækifæri. Enginn okkar bræðra átti
reiðhjól, en þeir eldri kunnu að hjóla. Eg mun hafa verið 14
ára, er pabbi hóf innflutning á reiðhjólum. Eg var mjög
hneigður til smíða og var alltaf að smíða eitt eða annað. Líka
hafði ég hjálpað leikfélögum mínum við smáviðgerðir á reið-
hjólum þeirra. Pabbi átti ýmis verkfæri, er hægt var að nota
við viðgerðina. I skúr, er stóð bakatil við heimili okkar og kall-
aður var Vesturskúr, hafði ég smíðaaðstöðu, sem varð nú smám
saman að reiðhjólaverkstæði í eigu pabba. Verkfæri vom af skorn-
um skammti fyrst í stað og kunnáttan ennþá minni. Pabbi
pantaði frá Kaupmannahöfn sérhönnuð verkfæri eftir því sem
ég taldi mig þurfa, en ég var látinn sjá um hjólaverkstæðið.
Það kostaði stundum allmikil heilabrot að finna út þær að-
ferðir, er hentuðu við hinar ýmsu bilanir. Sérstaklega man ég
eftir, er kom að því að teina hjól. Hvernig átti að fara að því?
Aðferðina fann ég, og gekk nú allt vel. Allmikil vinna varð á
hjólaverkstæðinu. Remington-hjólin, sem voru með gír, kost-
51