Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 55
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
komu með strandferðaskipunum, er fóru hringferðir um land-
ið. Einum þessara sölumanna, Guido Bernhöft, kynntist ég all-
löngu síðar, er ég var sesmr að í Reykjavík. Hann hafði þá
stofnað sitt eigið heildsölufyrirtæki. Hann var kvæntur Maríu
Möller frá Sauðárkróki. Guido hafði gaman af að segja mér frá
árunum er hann var sölumaður og fór með strandferðaskipun-
um á hafnir landsins og þar á meðal til Sauðárkróks. Hann
sagði mér frá kaupavenjum kaupmanna á Króknum og ýmsum
háttum þeirra. Guido endaði stundum frásögn sína þannig:
„Svo kom ég til Michelsen og hafði mikla ánægju af þegar hin-
ir kaupmennirnir pöntuðu 1 dúsín (12 stk.) þá bað Michelsen
um 1 gross (144 stk.)! Pabbi þinn er stórhuga maður. Það var
ekkert smátt hjá honum.“
Eg var oft viðstaddur er sölumenn voru hjá pabba og fylgdist
með af mikilli forvitni. Þeir voru þá kallaðir agentar og voru af
mörgum manngerðum og sumir heldur miklir vinir Bakkusar.
En sem betur fer voru ágætismenn þarna, ungir menn sem
voru að byrja sinn verslunarferil og urðu síðar þekktir á versl-
unarsviðinu. Nokkur vinátta varð á milli nokkurra þeirra og
pabba. Sama má segja um forstjóra ýmissa fyrirtækja, er pabbi
átti viðskipti við. Eg varð þess oft var síðar á lífsleiðinni, að
þessir menn minntust pabba með hlýhug og báru til hans mik-
ið traust, og naut ég oft góðs af því þegar þeir vissu að ég væri
sonur Michelsen á Króknum, þá opnuðust dyr, sem annars voru
lokaðar. Sömu sögu gætu og bræður mínir sagt.
Ur, klukkur og gleraugu flutti pabbi inn sjálfur og að mestu
leyti frá fyrirtækinu J. C. Filtenborg A/S í Kaupmannahöfn.
Aldrei kom sölumaður frá þeim. En aftur á móti kom úraheild-
sali í nokkur skipti frá Oslo, Neslein að nafni. Hann sýndi
pabba eitt sinn nýjung x úrverkum, en það var höggvörn. Þetta
mun hafa verið um 1933—34. Viðkvæmasti hlutur í úrverkum
var óróinn, sem brotnaði við snögg högg, enda eru ásarnir ekki
nema um 6-7/100 úr millimetra á þykkt. Neslein var með
herra-armbandsúr, sem hann henti þvert yfir stofuna, sem var
53