Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 56
SKAGFIRÐINGABÓK
alllöng. Úrið skall ofarlega í gagnstæðan vegg og þaðan í gólf-
ið. Úrið þoldi þetta og gekk vel, enda með nýuppfundna
öryggisvörn.
Er pabbi keypti verslunina Sápuhúsið fylgdi með umboð
fyrir stóra sápuverksmiðju í Kaupmannahöfn, og keypti hann
af henni allverulegt magn af ýmsum sápu- og snyrtivörum.
Blautsápu (grænsápu og kristalsápu) til þvotta, keypti hann
hjá sápuverksmiðjunni Hreini h/f í Reykjavík. Þessi sápa kom í
mjög stórum tunnum, 3—4 tunnur í einu. Það var hlutverk okk-
ar eldri bræðranna að velta þessum tunnum utan frá bryggju
og heim, þar sem þær voru látnar standa norðan við húsið, og
þar voru þær smátæmdar eftir þörfum í stóra járnstampa, sem
voru mjög þungir, er við höfðum mokað í þá. En inn þurftum
við að koma þeim. Við það verk vorum við tveir. Við skipa-
komur voru vörurnar sóttar út á bryggjuplássið til afgreiðslu-
mannsins, og var það verk okkar bræðranna að koma þeim
heim. Til þess verks höfðum við hjólbörur eða léttvagn. Oft
komu aðrir strákar, félagar okkar, til aðstoðar. Hjálpsemi var
Króksurum í blóð borin.
Innfluttar vörur gátum við líka flutt heim strax og þær
komu í land. Tollafgreiðsla og önnur opinber gjöld voru svo
greidd hjá sýslumanni nokkrum dögum síðar. Sýslumaðurinn,
Sigurður Sigurðsson, treysti Michelsen. Það kom aldrei fyrir,
að pabbi gerði ekki skil á innflutningsgjöldum.
Árið 1919 var stofnað Heimilisiðnaðarfélag Sauðárkróks með
um 30 stofnendum. Pabbi var meðal þeirra og mjög áhuga-
samur. Eg heyrði hann oft ræða um það við viðskiptamenn sína
í búðinni og hvetja menn til þátttöku í starfsemi þess. Mark-
mið félagsins var meðal annars að skapa aðstöðu til hagnýtrar
tómstundaiðju. Iðjuleysi var mikið meðal ungs fólks á Sauðár-
króki og reyndar meðal fullorðinna líka. Félagið vildi stuðla að
því, að þessu fólki yrði kennt eitthvað, er að gagni mætti verða
framvegis. Ymislegt var gert, t.d. með námskeiðahaldi, og keypt-
ir voru tveir vefstólar; mikið var unnið með íslenska ull. Þá var