Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 57
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
fenginn handavinnukennari frá Akureyri, Geir Þormar, er
stjórnaði námskeiði f tréskurði o.fl. Námskeiðið var haldið í
mars 1925 á Hótel Tindastóli. Þátttaka var góð. Annað nám-
skeið með 48 þátttakendum var haldið veturinn 1927 að Hótel
Tindastóli og stóð í sex vikur. Því var einnig stjórnað af Geir
Þormar. Foreldrar mínir sendu mig á þetta námskeið.
Þarna var kennt að saga út, nota útskurðaráhöld, bæsa, lakka,
pólera og fleira. Þarna voru t.d. smíðaðir myndarammar. Fyrst
voru útlínur teiknaðar, síðan sagað út, sorfið og tálgað. Þá var
borið á bæs og pólitúr, og eftir viðeigandi meðferð voru þeir
póleraðir. Hillur ca. 30-40 cm langar voru mjög vinsælar. Eft-
ir svipaða meðferð og rammarnir fengu, var teiknað á þær
drekamunstur. Utlínur drekans voru skornar með v-járni. Síð-
an var drekinn púnslaður með þar til gerðu áhaldi og hillan
sett saman. Pálmi P. Sighvats á Stöðinni var hreinn snillingur í
að teikna drekamunstur, og smíðaði hann marga hluti með
drekamunstri, sem enn eru til á Sauðárkróki og sennilega víðar.
Þarna smíðaði ég m.a. lítinn skartgripakassa með drekamunstri
og gaf mömmu. Kassinn komst síðar í eigu annarra, er ekki
fóru vel með hann. Eg eignaðist hann svo aftur löngu síðar. Eg
vona, að hægt verði að flikka upp á hann, svo að hann geti orð-
ið minjagripur eða sýnishorn um smíði 13 ára unglings og
hvað kennt var á námskeiðinu.
Eftir að kvikmyndasýningar hófust á Króknum ákvað pabbi
að gefa okkur inn á tvær sýningar hvern vetur og eins á
leiksýningar. En við fórum mun oftar og þá á eigin kostnað.
Þegar t.d. leiksýningar eða bíósýningar áttu að vera, var það
regla að senda út auglýsingar á þann hátt, að Króknum var
skipt í tvennt um Aðalgötu og Suðurgötu, og tveir krakkar
báru út handskrifaðar eða vélritaðar auglýsingar um það sem
átti að ske og hvenær. Annar krakkinn fór um svæðið neðan
nefndra gatna, en hinn ofan þeirra. Fyrir þetta fengu krakkarn-
ir að vera á auglýstri skemmtun. Líka var sá siður, að stuttu
fyrir sýningar var farið um þessar götur með stóra handhæga
55