Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 59
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
mikinn fisk, bæði nýjan og saltaðan, að ógleymdum harðfisk-
inum. Einnig var borðað nokkuð af signum fiski, ekki þó grá-
sleppu. Ég minnist þess ekki, að sigin grásleppa hafi verið á
borðum Skagfirðinga. Pabbi borðaði yfirleitt allan fisk, líka
siginn. Hákarl borðaði hann þó ekki. Mamma var snillingur í
að matbúa fisk sem og annan mat.
Pabbi hafði áhuga á útgerð þótt jarðargróðurinn hafi átt rík-
ari ítök í honum. Hann sá hvaða möguleikar fólust í sjósókn.
Og þrátt fyrir hafnleysið var nokkuð um útgerð frá Sauðár-
króki, en í smáum stíl og á litlum bátum. Fyrst mun vélbátur
hafa komið til Sauðárkróks sumarið 1906, og hét hann Blíð-
fari. Utgerð hans gekk illa, og hvarf hann til Eyjafjarðar eftir
skamma dvöl. Efnamenn á Sauðárkróki virtust hafa lítinn
áhuga á vélbátaútgerð, og sjómenn höfðu ekki bolmagn til
kaupa á vélbátum þó viljinn væri fyrir hendi. Þeir gátu jafnvel
ekki í samlögum fest kaup á vélbáti nema með lántökum, en
peningar lágu ekki á lausu.
Atvinnuleysi ríkti á Sauðárkróki og gengu sjómenn og land-
verkamenn verklausir langtímum saman. Árlega fór hópur
Króksara til Suðurnesja og Vestmannaeyja á vetrarvertíð og til
Siglufjarðar á sumrin „á síld“. Nokkrir kaupmenn og iðnaðar-
menn gerðu þó tilraunir til útgerðar og nú með stærri bátum.
Sigurgeir Daníelsson kaupmaður var talinn allvel stæður.
Hann var mágur Péturs Sighvats úrsmiðs. En þrátt fyrir að Sig-
urgeir væri talinn íhaldssamur og aðhaldssamur, lagði hann fé í
útgerð. En Sigurgeir var líka raunsær og sá, að nauðsynlegt
væri að koma útgerð af stað. Róðrarbátar og smátrillur væru
ekki hentugar fyrir víðáttu og ýmiss konar veður. Hann gerði
út mótorbátinn Hring, sem var 4,6-þ>rúttótonna dekkbátur.
Hringur var líka mikið notaður við uppskipun, hann var góður
slefbátur, eins og það var kallað, hann dró uppskipunarbátana,
sem voru mjög stórir og þungir með mikinn farm, áður en skip-
in gátu lagst að.
Árið 1917, eða 10 árum eftir að pabbi kom til Sauðárkróks,
57