Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 60
SKAGFIRÐINGABÓK
stóð hann fyrir því að stofna útgerðarfélag. Hann fékk til liðs
við sig kaupmennina Sigurgeir Daníelsson og Pálma Péturs-
son. Þeir keyptu og gerðu út þilskipið Hafkerlinguna, sem var
28 tonna skip og hafði 12 manna áhöfn og var stærsta skip, er
hafði komist í eigu Skagfirðinga. Þessi útgerð gekk ekki vel og
lagðist fljótt af.
Eins og margir Króksarar átti pabbi smáskektu er kölluð var
Mikkajullan. Eitthvað mun hann hafa skroppið á henni út á
fjörðinn á handfæri og fiskaði vel, í það minnsta sagði Isleifur
Gíslason: „Ysuna dregur hann op igen, ekki er hún treg við
Michelsen." Þetta var fyrir mitt minni, og stóð jullan í mörg ár
norðan við hús okkar og lítið notuð. Við bræðurnir fengum að
nota hana eftir að fór að togna úr okkur. Fórum við þá fram í
Álinn á handfæri, og fiskuðum við stundum vel í soðið.
Heimsstyrjöldin 1914—18 hafði mikil og neikvæð áhrif á at-
vinnumál landsmanna og dró kjark úr mönnum. Ymsir gerðu
þó tilraunir, en í frekar smáum stíl eins og Steindór Jónsson
trésmíðameistari, Haraldur Júlíusson kaupmaður og Snæbjörn
Sigurgeirsson bakarameistari, er keyptu árið 1924 fimm tonna
vélbát, Garðar, frá Ólafsfirði og gerðu út. Þeirra útgerð gekk
undir nafninu Garðarsfélagið. Þetta félag hóf kaup á fiski af
sjómönnum til söltunar. Þeir keyptu og hús af Höepfnersversl-
un, er stóð á Selnesi á Skaga. Húsið var rifið og flutt þannig
inn á Sauðárkrók. Þar var það sett saman aftur. Þeir fengu lóð
hjá pabba, niðri á Kambi í norðausturhorni lóðarinnar. Spor-
vagnsteinar voru lagðir frá þessu fiskverkunarhúsi út á bæjar-
bryggjuna og tengdir teinum er þar voru fyrir.
Garðarsfélagið starfaði lengi, eða til ársins 1940, er það var
lagt niður. Heimskreppan hafði staðið yfir í nokkur ár, og
rekstur félagsins var orðinn erfiður, vonlítill. En atvinnu hafði
þetta útgerðarfélag skapað. Það hafði og sýnt, að hægt var að
gera út frá Sauðárkróki. Nokkrir ungir menn keyptu Garðar og
gerðu hann út fram yfir stríðslok og með nokkrum hagnaði.
Eina útgerð til viðbótar vil ég nefna, er hóf starfsemi sína
58