Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
Ásgrímur Einarsson sótti Skagfirðing og sigldi honum heim.
Það var snemma sumars 1936. En nú kom upp erfitt vanda-
mál. Sjómennirnir, er voru frá Sauðárkróki, vildu ekki að Ás-
grímur yrði fiskiskipstjóri, hann væri ekki nægilega fiskinn.
Þeir vildu að Ragnar Jónsson færi með stjórn skipsins. Þetta
skapaði mjög erfiða stöðu, sérstaklega þar sem Ásgrímur hafði
siglt skipinu heim, og svo var vinátta og kunningsskapur milli
Ásgríms og ráðamanna skipsins. Svo hafði Ragnar ekki réttindi
til að stjórna skipi af þessari stærð. Hér var viðkvæmt mál á
ferðinni. Hvað átti að gera? Niðurstaðan varð sú, að Ragnar
færi með stjórn Skagfirðings, en skráður sem „nótabassi". Aftur
á móti var Steinn Guðmundsson frá Akureyri skráður skip-
stjóri og þannig fór skipið á síld. Áhöfnin var 17 manns og út-
haldið 11 vikur.
Fyrsti framkvæmdastjóri s.f. Tindastóls var Steingrímur Árna-
son frá Reykjavík, að mig minnir fyrsta sumarið, en er hann
hvarf aftur suður tók pabbi við framkvæmdastjórastarfinu og
gegndi þvx óslitið upp frá því. En hvað kom til að pabbi gerðist
framkvæmdastjóri s.f. Tindastóls? Svarið er í raun mjög einfalt.
Pabbi vildi gera stórt átak í útgerðarmálum og þess vegna var
hann aðaldriffjöðrin í stofnun s.f. Tindastóls og í að kaupa
Skagfirðing, sem var stórt skip á þessum tíma. Utgerð Skag-
firðings gekk ekki sem best frá upphafi. Að gera skip eingöngu
út á síld er eins og spila í happdrætti. Skagfirðingur var aðeins
gerður út á síld í 10-13 vikur um sumartímann, en lagt á Ak-
ureyri hinn hluta ársins.
Pabbi var sannfærður um, að hægt væri að gera út frá Sauðár-
króki og vildi gera út. Hann hafði tekið á sig ýmsar persónu-
legar ábyrgðir vegna útgerðarinnar svo að hún ekki stöðvaðist.
Það var ekki óalgengt, að hringt var til pabba, t.d. frá Siglu-
firði eða öðrum höfnum Norðanlands, er skipið kom á, er það
vantaði kost, kol, vatn eða viðgerðarþjónustu, og hann spurður
hvort hann tæki ábyrgð á úttektinni, og ef pabbi sagði já, þá