Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
var að krefjast hærri launa og hótuðu verkfalli. Pabbi tók þeim
vel og að æskilegt væri að greiða þeim hærri laun. En spurn-
ingin væri hver ætti að greiða þeim þessa launahækkun. Sá er
hafði orð fyrir hópnum var nokkuð orðhvatur og sagði: „Það
eigið þið að gera, auðvaldið, er eigið og gerið út skipið." Pabbi
svaraði: „Já, detta er godt nok, en hverjir eiga skipið? Eruð þið
ekki hluthafar og eigendur Skagfirðings?" Ekki gátu þeir neit-
að því og að gera verkfall hjá sjálfum sér leist þeim ekki á, og
hurfu þeir á brott.
Skuldastaða s.f. Tindastóls var mjög þung, og voru foreldrar
mínir orðnir mjög áhyggjufullir vegna þessa. Heimilið hafði
tekið á „sínar herðar“ skuldbindingar, sem voru orðnar erfiðar.
En hvað var hægt að gera? Var um aðra leið að ræða en lifa í
voninni um vinning í „happdrætti síldarinnar"? Afram var
haldið. Árið 1939 skilaði heldur betri árangri. Skagfirðingur
skilaði 1.098 tunnum í salt og 5.897 málum í bræðslu. Svo
kom fimmta sumarið, árið 1940. Þá voru saltaðar 165 tunnur,
en í bræðslu fór 7.955 mál. Nú var tækifærið til að losna af
skuldaklafanum, og var Skagfirðingur seldur, enda voru þá all-
ir aðrir hættir að skipta sér af útgerðinni.
Kaupandi Skagfirðings var Jón Gíslason útgerðarmaður í
Hafnarfirði, er setti á hann nafnið Búðaklettur. Skipið var
lengt, sett í það dísilvél og endurbætt að ýmsu öðru leyti.
Búðaklettur strandaði við Reykjanes ekki löngu síðar. Það var
sárt að sjá á eftir Skagfirðingi, stærsta skipi er Króksarar höfðu
eignast til þessa og með þetta glæsilega nafn. Hér með lauk af-
skiptum föður míns af útgerðarmálum. Hann fylgdist þó með
sjósókn og aflabrögðum. Hann fór mjög oft út á bryggju til að
tala við bátasjómenn, er þeir komu úr róðrum, til að fræðast
um aflabrögð og horfur og til að kaupa af þeim fisk í soðið. Það
hafði hann reyndar lengst af gert. Hann sá um matarkaup fyrir
heimilið, enda matmaður mikill. Við krakkarnir vorum og
stundum send. Oft veiddum við bræðurnir í soðið og hjálp-
uðum sjómönnum að draga fyrir og fleira og fengum fisk fyrir.