Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 65
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
Meðan við bræðurnir vorum lágir í loftinu máttum við ekki
fara út á bryggju, en því var nú ekki alltaf hlýtt. En er við
stækkuðum vorum við oft á bryggjunum eins og flestir strákar,
enda var það sá staður þar sem eitthvað var að ske. Þar var oft
hópur af strákum, ekki endilega ofan á bryggjunni, líka undir
henni á þverslám við að reyna að veiða kola, sem oft tókst. Eg
minnist þess t.d., að ég lóðaði saman fjóra öngla og húkkaði
smásíld og loðnu. Loðnu borðuðu Króksarar ekki, en mamma
steikti hana með raspi, og þótti okkur hún mjög góð.
Eg lærði af sjómönnum að riða net og riðaði silunganet. I það
veiddi ég silung skammt frá útrennsli Sauðár. Það er staðreynd,
að við bræður komum með fisk heim í mjög margar máltíðir.
Það mun vera þess vegna, sem slakað var á öllum bönnum um
að vera ekki úti á bryggju eða í bátunum.
Sem strákur var ég mikið fyrir smíðar úr tré. Ég hafði allgóða
aðstöðu til þess í áðurnefndum skúr á baklóðinni. Ég hafði
timburkassa af ýmsum stærðum, er pabbi hafði fengið utan um
vörur. Pabbi átti og ýmis verkfæri til trésmíða, og undi ég mér
oft við þá iðju. Það var efst í huga mínum að verða húsasmiður.
Pabbi sá, að ég gat smíðað og gert við eitt og annað. Hann setti
mig t.d. í það verkefni að steypa nýjar kjallaratröppur og að
pússa reykháfinn. Og þegar Pétur Sighvats lagði miðstöðvar-
kerfi hjá okkur út frá nýrri, stærri eldavél er stóð á eldhúsgólf-
inu, þurftu stofuofnarnir að standa hærra í stofunum, um það
bil 35—40 cm. Þess vegna þurfti að smíða sérstaka stóla undir
þá. I þetta verkefni setti pabbi mig. Það þurfti tvo stóla í suð-
ur- og norðurstofur, sem ég smíðaði úr kassatimbri. Þeir voru
með sérstöku munstri. Stólarnir þóttu ágætir og entust vel.
Dyr voru milli vestur- og austurkvista. Ég var líka settur í það
verkefni að fylla upp í dyrnar og veggfóðra veggina. Mamma
hjálpaði mér við veggfóðrunina, sem tókst vel.
Ég bendi á þetta til að sýna, að pabbi setti okkur í ýmis verk-
efni, sem hann taldi að við gætum leyst og hefðum gott af að
kynnast. Honum var illa við iðjuleysi. Þessi verkefni komu að