Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
mestu í minn hlut þar eð ég var elstur af bræðrunum, en næst-
ur mér að aldri var Georg. Hann var hálfu þriðja ári yngri og
fór í bakaranám strax eftir fermingu til Snæbjarnar Sigurgeirs-
sonar og bjó á heimili hans, er var nyrst í þorpinu. Oft var ég
inni á verkstæði hjá pabba og horfði á hann vinna. Eitt sinn er
ég hékk yfir honum, fékk hann mér gamla, ónýta vekjara-
klukku og sagði mér að taka hana sundur. Hann sagði mér
hvað ég ætti að gera fyrst og áfram og einnig hvað ég ætti að
varast. Er ég hafði lokið þessu átti ég að raða hjólunum upp og
setja klukkuna saman. Þetta tókst eftir mikil heilabrot.
Eg smíðaði nokkra báta, ca. 35 cm langa, úr þunnu blikki og
lóðaði samsetningar með tini. Eg fékk gömul verk úr vekjara-
klukkunum sem vél í bátana. Skrúfu og öxul smíðaði ég sjálf-
ur. Með þessari vélarorku var bátunum siglt um Sauðá, er þá
rann í gegnum þorpið. Einn bát seldi ég bónda framan úr Stað-
arhreppi, er hreifst af þessari smíði. Hann ætlaði að gefa sonum
sínum bátinn. Upp úr þessu fór pabbi að láta mig fá vekjara-
klukkur, fóðra þær og hreinsa. Þetta varð til þess, að ég var far-
inn að læra úrsmíði, eiginlega áður en ég vissi af. Ég var þá 15
ára (1929). Ég bjó heima og hafði fæði, klæði og þjónustu, en
peningagreiðslu ekki. En aftur á móti mátti ég taka vinnu ef ég
gæti fengið hana. Það tókst furðanlega með útsjónarsemi. T.d.
tókst mér, árið 1930, að fá vinnu hjá hreppnum sumarlangt við
að passa 50 kýr í Sauðármýrum. Fyrir þetta fékk ég 100 krón-
ur. Ég þurfti að vera mikið yfir kúnum fyrstu dagana svo að
þær stæðu ekki við hliðið daglangt. En fljótlega vöndust þær
haganum og þurfti ég þá aðeins að opna og loka hliðinu kvölds
og morgna. Annar kúasmali er Ingibjörg hét passaði um 50 kýr
í Borgarmýrum. Slík var kúaeign Króksara á þessum árum.
Einnig var fjárbúskapur stundaður af nokkrum áhugamönn-
um. Þetta var nauðsynlegt, þegar vinna var takmörkuð, menn
höfðu þá mjólk og kjöt sér til framfæris, og sumir seldu mjólk
daglega. Kúaeign Króksara lagðist smám saman af eftir að
Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga hóf starfsemi sína.
64