Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 67
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
Á þeim tíma, er ég þurfti að vakta kýrnar í Sauðármýrum,
stóð yfir kríuvarp og kom ég heim á kvöldin með mikið af
eggjum, en kríueggin þóttu með afbrigðum góð. Þetta voru
góð búdrýgindi. Eftir að kýrnar voru orðnar hagvanar, gat ég
unnið á verkstæðinu stóran hluta af deginum.
Eg hafði mjög frjálsar hendur hjá pabba með vinnutíma en
tel mig ekki hafa vanrækt vinnustofuna. Einn Króksari slengdi
því þó á mig eitt sinn, að ég eyddi meiri tíma í skátana en
vinnustofuna. Það fór vel á með okkur pabba, engir árekstrar.
Eg réði mínum tíma að mestu leyti sjálfur.
Talið var, að ég hefði lokið úrsmíðanáminu 1934. Jafnframt
því námi gekk ég í unglingaskóla Sauðárkróks í tvo vetur og
tímakennslu í þýsku hálfan vetur. Þetta nám mun hafa nálgast
gagnfræðaskólanám. Eg vildi fara til Kaupmannahafnar til
framhaldsnáms við Den danske urmagerskole, en pabbi taldi
það óþarft. Eins taldi hann ekki þörf á, að ég tæki sveinspróf.
Það skipti sér enginn af því á Sauðárkróki. En ég ákvað að gera
það síðar. Það varð svo að samkomulagi, að ég ynni hjá honum
sem sveinn og fengi 25% greiðslu af útseldri vinnu og 25% í
fæði, húsnæði og þjónustu, eða með öðrum orðum fékk ég
50% af útseldri vinnu. Þegar ég hóf úrsmíðanámið vildi ég fara
í Verslunarskóla Islands og vera þar á vetrum, en læra úrsmíði á
sumrin. Pabbi taldi sig ekki geta kostað mig á skóla, fjárhag-
urinn leyfði það ekki. Það varð því ekkert úr langskólanámi hjá
mér frekar en hinum börnum þeirra. Pabbi vildi, að við færum
í iðnnám, en ekki í bóknám. Hann taldi framtíð okkar vera á
Sauðárkróki, enda vantaði iðnaðarmenn á Sauðárkrók. - Eg vann
svo um eitt ár hjá pabba, eftir að námstíma lauk.
Snemma á árinu 1935 fór pabbi til Danmerkur ásamt Páli
bróður. Páll hafði verið um tíma við garðyrkjunám hjá Ingimar
Sigurðssyni í Fagrahvammi í Hveragerði. Páll fór nú utan til
framhaldsnáms í garðyrkju og dvaldist ytra í um tvö ár. Pabbi
hafði í huga að vera tvo mánuði í ferðinni, enda hafði hann ekki
komið til Danmerkur í 26 ár. En þetta fór á annan veg. Hann
5 Skagftrðingabók
65