Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 68
SKAGFIRÐINGABÓK
hitti systur sína, Kristine, í Horsens, en fáa aðra þekkti hann
eftir öll þessi ár á Islandi. I Kaupmannahöfn hitti hann Emil
bróður sinn, en gerði stuttan stans. Þeir áttu ekki skap saman.
Pabbi var alþýðlegur og laus við alla sýndarmennsku, en Emil
gekk með ímyndaðan yfirstéttarsvip. Emil og Kristine eiga
enga afkomendur. — Mikael bróðir þeirra var látinn. Hann á
marga afkomendur í Horsens.
Eg orðlengi ekki um dvöl pabba í Danmörku. Mamma fékk
símskeyti frá honum, og í því stóð, að hann væri að leggja af
stað heim. Nokkurra vikna dvöl varð að rúmri viku. Þetta varð
hans hinsta för til Danmerkur. Mamma fór aldrei utan.
Jónas Kristjánsson héraðslæknir á Sauðárkróki gekkst fyrir
stofnun Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks 2. janúar 1929, og
vorum við Georg meðal stofnenda, og lenti ég í stjórn þess. Það
hefir vafalítið orðið til þess að við urðum aldrei reykingamenn.
Nokkuð var um, að strákar væru farnir að fikta við að reykja
sígarettur um fermingaraldur. Foreldrar okkar voru andvígir
tóbaksnotkun. Pabbi fékk sér stundum stóran „sígar“ á sunnu-
dögum, er hann tók sér göngu „inn að staurnum" eins og kall-
að var. Það er um kílómetra frá Sauðárbrúnni, sem þá var, en
þar lá símalínan yfir Skagfirðingabraut. Það var allalgengt, að
Króksarar, sem „tóku sér göngu“, legðu leið sína „inn að staurn-
um“. Það gerði t.d. K.G. kaupmaður og stundum með honum
Þorvaldur Sveinsson bátsformaður, er þeir voru aldraðir orðnir.
Þeir voru ekki alltaf sammála. Stundum hnakkrifust þeir, en
voru svo bestu vinir á milli. Kristinn P. Briem kaupmaður
gekk ekki þessa leið, hann gekk upp á Nafir og naut hins stór-
kostlega útsýnis, er þar var og er.
Munntóbaksnotkun var allnokkur á Króknum á uppvaxtarár-
um mínum. Menn tuggðu skro, og spýtubakkar voru í hverri
verslun, og spýttu sumir karlar mjög langt og kepptu í spýt-
ingum. Pabbi notaði skro, en tuggði það ekki. Hann lét tugg-
una liggja utan neðri tanngarðs og sneri henni af og til, en
hann spýtti aldrei. Svo snyrtileg var þessi tóbaksnotkun, að
66