Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 70
SKAGFIRÐINGABÓK
studdu mig mjög, er ég var í forsvari fyrir skátastarfinu í
Skagafirði. Það voru og fleiri málsmetandi menn í Skagafirði
en ég hefi þegar nefnt, er studdu skátastarfið í verki, og vil ég
sérstaklega nefna Jón bónda Sigurðsson alþingismann á Reyni-
stað og konu hans, Sigrúnu Pálmadóttur. Einnig vil ég nefna
sýslumannshjónin Stefaníu Arnórsdóttur og Sigurð Sigurðsson.
Flest börn þeirra, eða 8 af 9, gerðust skátar, og varð elsta dóttir
þeirra, Margrét Þórunn, fyrsti kvenskáti á Sauðárkróki og for-
ingi kvenskátafélagsins þar. — Ekki má gleyma séra Helga
Konráðssyni, er leiddi skátastarfið í mörg ár í fjarveru minni.
Án hans hefði skátastarfið sennilega legið niðri um nokkurra
ára skeið.
Við Georg vorum meðal 19 stofnenda skátafélagsins, en síðar
komu þar til starfa Aðalsteinn, Ottó, Kristinn og Aage. Eg hefi
m.a. gegnt æðstu stöðum innan skátahreyfingarinnar á Islandi
og oft ráðið fleiru en foringjastaðan sagði til um. En það er
ekki til frekari umræðu hér. Einu vil ég þó bæta við, en það
staðfestir þann áhuga og trú á gildi skátahreyfingarinnar, er
foreldrar mínir höfðu.
Eg flutti til Reykjavíkur til starfa hjá Guðna A. Jónssyni úr-
smið í apríl 1935 og hóf líka starf með skátum í Reykjavík.
Síðari hluta júnímánaðar átti að halda landsmót skáta í Eyja-
firði, og ákvað ég að taka þátt í því, hvað ég og gerði. Skátar frá
Reykjavík og Akranesi voru samferða norður í þrem langferða-
bílum. Eg var samferða Reykjavíkurskátunum, en sem Sauðár-
króksskáti. Þegar mótinu lauk, hringdi ég í pabba og sagði
honum, að ég kæmi ásamt sunnanskátunum til Sauðárkróks
næsta dag á hádegi. Þeir ætluðu að skutla mér út á Krók. Eg
ætlaði að dvelja heima í nokkra daga. En hvað skeði? Er við
komum til Sauðárkróks beið okkar matur í Gúttó, hlaðborð,
brauð, álegg og kakó. Pabbi og mamma höfðu haft samband
við nokkra skátaforeldra, og var þessum stóra skátahóp, stærsta
hluta landsmóts skáta, boðið til veislu. Þetta vakti mjög mikla
athygli. Nú eru liðin 64 ár síðan þetta skeði og hafa margir
68