Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Það var ekki alltaf, að menn ættu sérstakt erindi, er þeir litu
inn hjá Michelsen. Vinir hans komu bara til að rabba við hann.
Við slík tækifæri bauð hann þeim gjarnan upp á glas inni á
skrifstofu sinni og gaf sér góðan tíma með þeim, og var jafnan
létt yfir mönnum. Þar var hægt að ræða málin í ró og næði.
Mamma eða ég litum eftir búðinni.
Einn af vinum hans, Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hól-
um í Hjaltadal og síðar búnaðarmálastjóri, kom alltaf til
pabba, er hann kom á Krókinn. Þeir ræddu mikið um land-
búnaðarmál og þann mikla möguleika er væri í jarðvarmanum,
heita vatninu. Þetta mun m.a. vera kveikjan að því, að síðar
fluttust foreldrar mínir til Hveragerðis og keyptu þar land,
þrjá hektara, nú í eigu Aages.
Vegamálum og samgöngum hafði pabbi líka áhuga á, og í
því sambandi kynntist hann Geir Zoéga vegamálastjóra, og
urðu þeir allkunnugir. Er Geir kom á Krókinn, kom hann oft í
heimsókn til pabba og ræddu þeir m.a. yfir glasi vega- og sam-
göngumál eins og t.d. vegi yfir Laxárdalsheiði og Þverárfjall.
Pabbi var oft með áróður fyrir því að fá góðan veg yfir til
Húnavatnssýslu til að stytta leiðina til Blönduóss og Skaga-
strandar og þar með suður til Reykjavíkur. Geir sá auðvitað
hagkvæmnina í þessu, en margt annað þurfti að koma áður. En
nú, 1999, er byrjað að vinna að þessari vegagerð.
Danir, er áttu leið um Krókinn, litu að sjálfsögðu inn. Skip-
stjórnarmenn af erlendum fraktskipum litu og inn og þágu
veitingar, og sumir buðu pabba um borð í mat. Pabbi var ræð-
inn og spaugsamur, eins og Danir eru þekktir fyrir. - Eitt sinn
er pabbi kom úr matarboði frá dönskum skipstjóra, sagði hann,
að borist hefði í tal milli þeirra, að ég þyrfti að fara til Reykja-
víkur vegna skátafélagsins. Bauð þá skipstjórinn mér með sér
til Reykjavíkur, en ég þyrfti að vera fljótur að útbúa mig, þar
eð skipið væri svo til ferðbúið. En ég var fljótur að koma mér
um borð í tæka tíð.
Séra Tryggvi Kvaran prestur á Mælifelli var mikill gáfu- og
70