Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 77
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
og gróf mikið í því. Sérfræðingur, er skoðaði mig 1998, sagði
við mig: „Ef þú hefðir veikst nú, hefðir þú ekki misst heyrnina,
en í þinni bernsku þekktist ekki læknisráð við þessu.“
Systur mínar þurftu að stunda nám í Málleysingjaskólanum í
Reykjavík fram að fermingu. Pabbi fór margar ferðir suður
með þær að hausti og sótti þær við skólaslit. Oft fóru þær með
fröken Ragnheiði Guðjónsdóttur, er var kennari við skólann.
Ragnheiður var systir séra Hálfdanar Guðjónssonar sóknar-
prests á Sauðárkróki og dvaldi oft sumarlangt hjá bróður sín-
um.
Eins og ég hefi sagt hér að framan, fór ég til Reykjavíkur vor-
ið 1935, en þar dvaldi ég í nær IV2 ár eða til haustsins 1936. A
þessu tímabili var pabbi því einn um allar viðgerðir á verk-
stæðinu. Eg var í Iðnskólanum í Reykjavík á kvöldin veturinn
1935/36, en vann hjá Guðna A. Jónssyni úrsmið á daginn.
Pabbi var á móti því, að ég færi á iðnskóla, taldi það ekki nauð-
synlegt. Það væri hægt að gera við úr á Sauðárkróki án þess að
fara á iðnskóla! Pabbi horfði fyrst og fremst á vinnu, hana
þurfti að passa, enda var heimskreppan í algleymingi. Eg fór
mínu fram, innritaðist í Iðnskólann í 1. bekk að hausti, en út-
skrifaðist úr 4. bekk næsta vor með ágætiseinkunn. Pabbi var
ánægður með þetta og bað mig, er ég kom heim um haustið,
að kenna bræðrum mínum, Aðalsteini og Ottó, rúmteikningu
og flatarteikningu, en þeir höfðu í huga að fara í iðnnám.
Það var of lítið að gera hjá Guðna í Reykjavík, svo ég fór
heim og vann hjá pabba til haustsins 1937, er ég fór til Kaup-
mannahafnar, og þar dvaldi ég í þrjú ár. — Pabbi var nú aftur
einn með vinnustofuna, en mamma leit mikið eftir búðinni.
Fátt var nú orðið í heimilinu.
Þó að pabbi væri frekar á móti því að ég færi til Kaupmanna-
hafnar, útvegaði hann mér samt vinnu þar í gegnum J.C.F.
(J.C. Filtenborg A/S). En ég þurfti vinnu þar til ég fengi skóla-
vist á Den danske urmagerskole. Er komið var að brottför
75