Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
veiktist ég og greindist með botnlangabólgu, og skar Jónas
læknir mig strax upp, og gekk það vel. Er ég kom til Jónasar
nokkru síðar til að kveðja hann og gera upp skuld mína vegna
uppskurðarins, sagði hann: „Þú hefxr ekki ráð á að borga mér.“
Ég fékk ekki að greiða fyrir uppskurðinn. Það var almælt í
Skagafirði, að Jónas léti ekki alltaf greiða fyrir læknishjálp.
Er komið var að brottför frá Sauðárkróki og ég var að ræða
peningamálin við pabba, urðum við ósammála. Ég vildi frá
sömu laun og ég hafði haft hjá Guðna úrsmið, eða 50% af út-
seldri vinnu, en pabbi vildi greiða mér 25% auk fæðis og hús-
næðis. Viðræður okkar enduðu þó með því, að ég fékk mitt
fram. En við skildum ekki sáttir. Pabbi sagði, að ég þyrfti ekki
að leita til sín, ef ég þyrfti á aðstoð að halda.
Eins og ég hefi áður minnst á, þá var pabbi frekar á móti því,
að ég færi utan. Hann miðaði stöðugt við, að á Sauðárkróki
skipti sér enginn af því, að ég hefði ekki sveinspróf. Það var að
vísu rétt, en hver var kominn til að segja, að svo yrði um alla
framtíð? Hátt í 40 ár voru liðin síðan hann lauk sínu úrsmíða-
námi, og ýmsar nýjungar hlutu að hafa komið fram í úrsmíða-
faginu, eins og í öðrum iðngreinum, og ég vildi fara í danska
úrsmiðaskólann í framhaldsnám og fá fiill réttindi. Þama fannst
mér gæta stöðnunar hjá pabba. Hann miðaði of mikið við
„gamla góða Sauðárkrók."
Ég kom tii Kaupmannahafnar 23. nóvember 1937 og missti
því af þeirri vinnu, er ég hafði verið ráðinn til. Ég gekk því at-
vinnulaus fram yfir áramót, en fékk þá ígripavinnu úti í Valby
og á Amager. Vegna ágreiningsins við pabba lét ég ekkert frá
mér heyra heim um langan tíma. En dag nokkurn, er ég kom í
fyrirtækið J.C.F., er pabbi verslaði við, kallaði forstjórinn mig
inn til sín. Hann hafði fengið bréf frá pabba þar sem hann
spurðist fyrir um mig. Ég tjáði forstjóranum, Kock Christen-
sen, málavexti og að ég skyldi slá striki yfir ágreining okkar
pabba og væri það mér mjög ljúft og að ég myndi skrifa strax
heim og láta vita hvernig gengi hjá mér. Ágreiningurinn var
76