Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 79
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
þar með úr sögunni, og pabbi studdi allverulega við bakið á
mér. Þess þurfti ég með þar eð gengið hafði á peningaforða
minn meðan ég var atvinnulaus. Eg var honum og líka innan
handar oft á tíðum með ýmsar útréttingar í Kaupmannahöfn.
Það hefði orðið fjárhagslega erfitt fyrir mig að vera 8 mánuði á
úrsmiðaskólanum án aðstoðar foreldra minna. Mamma stóð
alltaf með mér, hún var því meðmælt, að ég færi á Den danske
urmagerskole.
Það var einkennileg afstaða sem pabbi hafði gagnvart utanför
minni, en með fullu samþykki hans fóru utan á undan mér
Páll, Georg og Hulda, síðar kom Ottó. Þó að pabbi væri stund-
um íhaldssamur þá var hann oftast framsýnn og vildi framfarir,
eins og t.d. í sjávarútvegs- og atvinnumálum yfirleitt. Gat það
verið að hann hafi haft einhverja minnimáttarkennd gagnvart
kennslu sinni í úrsmíðafaginu? Þess þurfti hann sannarlega
ekki. Kennslan reyndist ágæt, en í sumum tilvikum vom komn-
ar nýjar aðferðir og ný tæki, sem hann vissi ekki um. A þessum
árum komu margar nýjungar fram.
Við Georg vorum samtímis í Kaupmannahöfn og leigðum
saman. Við nutum oft góðs af viðskiptasamböndum, er pabbi
hafði í borginni. T.d. fengum við vönduð Remington-reiðjól í heild-
sölu. Einnig fékk ég úr og klukkur í heildsölu hjá J.C.F., er ég út-
vegaði vinum og kunningjum. Nokkuð hafði ég upp úr þessu.
Á þessum árum er ég dvaldi í Kaupmannahöfn (1937-40)
voru öll samskipti heim sjóleiðina. Millilandaflug var ekki
komið til sögunnar. Gjaldeyrisyfirfærslur voru erfiðar og komu
seint. I þessu sambandi langar mig til að segja frá einu tilviki,
þar sem pabbi hjálpaði mér verulega. Ung kona frá Sauðár-
króki, Lovísa Björnsdóttir, andaðist í Kaupmannahöfn. Hún
lét eftir sig nokkra fjármuni, er áttu að sendast til erfingja
hennar í Skagafirði. Eg komst í þetta mál og fékk arfinn út-
borgaðan, en pabbi greiddi erfingjunum í íslenskum krónum.
Það má því segja, að íslenska máltækið „eins manns dauði er
annars brauð“ hafi ræst.
77