Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Peningamál íslenskra námsmanna voru vægast sagt mjög
slæm vegna skorts á gjaldeyri á kreppuárunum og seinagangs á
yfirfærslu. Þeir voru flestir síblankir og sífellt sláandi þá er
voru x vinnu. Þegar yfirfærslan kom, var gengið á röðina og
borgað. Svo voru menn fljótlega aftur peningalausir, og pen-
ingasláttur hófst á ný. Eg tel að mér hafi gengið allvel í pen-
ingamálunum, þurfti ekki að slá vini og kunningja. Eg gat
leyft mér ýmislegt, með sparsemi þó. Notaði hvorki tóbak né
áfengi. Eg ferðaðist t.d. allmikið með dönskum skátum.
Eitt sinn fékk ég óvænt bréf frá Helga Hermanni Eiríkssyni
skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík er var þá staddur á Sjálandi.
Hann bað mig, ef ég gæti, að koma í heimsókn til sín. Hann
hafði heimilisfang mitt með sér að heiman. Næsta sunnudag
hjólaði ég til hans. Hann spurði mig um ástæður mínar yfir-
leitt og um fjármál. Helgi vissi um danska sjóði er styrktu
námsmenn að uppfylltum vissum skilyrðum. Hann bauðst til
að aðstoða mig og gefa mér meðmæli. Hann sagði mig hafa
sýnt mjög góðan árangur í Iðnskólanum og að hann hefði
kynnt sér feril minn. Eg fékk hjá honum nöfn á tveim dönsk-
um sjóðum ásamt meðmælum. Þá sótti Helgi um styrk frá Al-
þingi fyrir mína hönd. Þetta sýndi glögglega, að skólastjórinn
fylgdist með nemendum sínum og greiddi götu þeirra, er hann
taldi að vildu mennta sig meira. Eg dvaldi alllengi hjá Helga,
og að skilnaði þakkaði ég honum þennan mikilsverða stuðn-
ing. Eg sótti um styrki frá dönsku sjóðunum og fékk 50 dkr.
frá hvorum. Frá Alþingi fékk ég tilkynningu um að mér væri
veittur 200 kr. styrkur, er væri bundinn því skilyrði, að ég not-
aði hann til framhaldsnáms í úrsmíði erlendis. Islenska krónan
og sú danska voru jafnar á þessum árum. Eg sótti um yfirfærslu
hjá gjaldeyrisnefnd, en fékk synjun. Formaður nefndarinnar
gat ógilt að hluta það sem Alþingi hafði samþykkt. Eg fékk
svo peningana útborgaða er ég kom heim.
Oft fengum við Georg send matvæli að heiman, en við vor-
um þrjú ár samtímis í Kaupmannahöfn. Einkum fengum við
78