Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 83
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
lokuðust inni og gátu ekkert látið heyra í sér. Heima á Krók
höfðu því aðstandendur okkar verulegar áhyggjur.
Nú vil ég gera langa sögu stutta. Ég komst heim, ásamt
fimm öðrum Skagfirðingum og fleiri Islendingum. Ríkisstjórn
Islands hafði samið við Þjóðverja og Breta um að leyfa heim-
flutning Islendinga frá meginlandi Evrópu. Farið var frá Kaup-
mannahöfn 25. september 1940, þaðan sem flestir fóru. í
Stokkhólmi safnaðist hópurinn saman, alls 258 manns. Farið
var norður alla Svíþjóð með járnbraut og til Rovaniemi í Finn-
landi og þaðan í langferðabílum til Petsamo, sem var hafnar-
borg Finna við Ishafið, Petsamo tilheyrir nú Rússlandi, þaðan
var farið með Esju til Reykjavíkur með viðkomu í Kirkwall
(Kirkjuvogi) í Orkneyjum. Til Reykjavíkur var komið 15. októ-
ber.
Við heimkomuna til Sauðárkróks var mér vel fagnað af fjöl-
skyldu minni og hinum mörgu vinum mínum á Króknum.
Spurt var um líðan og aðstæður systkina minna, er ekki komu
heim. Króksarar þurftu mikið að spyrja um hernám Danmerk-
ur og hvernig það hefði gengið fyrir sig. Við heimkomu mína
til Sauðárkróks lét pabbi mér eftir vinnustofuna. Ég hafði ekki
úrasöluna á Sauðárkróki, en mátti pabba vegna versla með úr
og klukkur utan Skagafjarðar, hvað ég og gerði næstu þrjú
árin. Ég vildi kaupa verslunina af pabba, en hann vildi ekki
selja, sem varla var von. Hann var búinn að ná sér vel eftir
heilablóðfallið og þurfti að hafa starf. Hann var hættur í allri
útgerð, eins og fyrr segir, og var að mestu hættur öllu skepnu-
haldi.
Er ég flutti alfarinn frá Sauðárkróki 12. september 1943,
byrjaði pabbi aftur að stunda úrsmíðina að nokkru leyti þar til
í október 1945. Það kom mér mikið á óvart að hann skyldi
flytja til Hveragerðis. - Ég þurfti að fara til Skotlands í sept-
ember til að mæta sem vitni í herrétti. En það er önnur saga.
Er ég kom heim í október voru mamma og pabbi flutt. Höfðu
selt mikið af innbúi sínu á uppboði, og húsið ásamt útihúsum
6 Skagfirðingabók
81