Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 84
SKAGFIRÐINGABÓK
og mjög stórri lóð á besta stað í þorpinu, höfðu þau selt Hirti
Laxdal á aðeins 50.000 krónur. Ég sagði pabba, að ég teldi
þessa sölu mjög fyrir neðan sannvirði, ég hefði 1943, keypt
113 fermetra hæð í nýju húsi í Reykjavík fyrir 84.500 krónur.
Hann taldi sig hinsvegar hafa fengið gott verð fyrir húsið, sem
hann hefði á sínum tíma keypt á 8.000 krónur. Þarna fylgdist
hann ekki með hinni ört vaxandi dýrtíð.
Á þeim 38 árum er faðir minn bjó og starfaði á Sauðárkróki,
hafði íbúunum fjölgað um 504 og voru nú 937. Er stríðinu
lauk vorið 1945 komu þau heim með fýrstu ferð frá Kaup-
mannahöfn, Hulda og Georg, en Ottó kom ári síðar, er hann
hafði lokið sínu námi.
Georg var kvæntur danskri konu, Jutte Petersen, og áttu þau
eina dóttur. Þau settust að í Hveragerði, þar sem þau settu upp
bakarí. Við það hjálpaði pabbi þeim og mun það að nokkru
leyti hafa verið þess vegna, að hann yfirgaf Sauðárkrók, og svo
líka það, að flest börnin voru flutt að heiman á suðvesturhorn
landsins.
Lítilsháttar stundaði pabbi úrsmíði í Hveragerði og afgreiddi
bensín frá tanki, er var við bakaríið. Mamma kunni ekki við
sig í Hveragerði, og fluttust þau til Reykjavíkur í lítið hús er
þau keyptu á Laugarnesveginum. Pabbi fékk aðstöðu á vinnu-
stofu minni á Laugavegi 39- Hann gekk á milli, mætti eftir há-
degi og var til klukkan 18. Viðgerðarúr fékk hann frá Sauðár-
króki. Ole Bang apótekari var umboðsmaður hans þar. Einnig
fékk hann viðgerðir frá gömlum vinum, brottfluttum Skag-
firðingum. Hann hafði mátulega mikið að gera og gat tekið líf-
inu með ró og rabbað við vini og kunningja. Ég var þá með sex
úrsmiði á vinnustofunni, tvær stúlkur í búðinni og hálfsdags-
mann á skrifstofu, svo að hann var ekki einmana. Ég held að ég
geti sagt, að honum hafi liðið vel og Ixkað vel í „horninu" hjá
mér. Heilsa hans var góð, hann fékk góða hreyfingu þar eð
hann gekk til og frá vinnu. Síðasta árið var orðið styttra fyrir
hann að ganga til vinnu, þar eð hann hafði keypt íbúðarhæð á
82