Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 88
SKAGFIRÐINGABÓK
ist nokkuð með dönskum málefnum og hélt við dönskunni. Af
íslenskum blöðum keypti hann Dag, blað framsóknarmanna, er
var gefið út á Akureyri, og Isafold, blað sjálfstæðismanna, er
gefið var út í Reykjavík.
Pabbi var mjög andsnúinn Kaupfélagi Skagfirðinga, og átt-
um við krakkarnir ekki að versla þar er við vorum send til inn-
kaupa. Aðallega var verslað við Harald Júlíusson og Kristin
Briem. Eg tel að segja megi, að gott samkomulag hafi verið
milli kaupmanna á Sauðárkróki. Við fórum aðallega til Briem,
sérstaklega eftir að hann fékk sér National búðarkassa, fyrstur
kaupmanna á Sauðárkróki. Það spillti heldur ekki fyrir, að við-
skiptamenn fengu 2% x afslátt ef þeir komu með kassakvittan-
ir að upphæð 100 kr. Þessar kvittanir pössuðum við vel, tvær
krónur voru allmiklir peningar í þá daga.
Mamma átti sinn stóra þátt í afkomu heimilisins. Hún var
hagsýn og nýtin. Hún gerði mikið við fatnað og saumaði t.d.
mjög oft upp úr notuðum fatnaði. Ef flík var hent þá var hún
ónýt. Allur krakkaskarinn þurfti mikið, og mikillar hagsýni
þurfti að gæta með fatnað. Eins var það með skóna, við slitum
miklu og gert var við þá heima oft og tíðum, sérstaklega
gúmmískóna, sem þá voru mikið notaðir. Og er ég hafði getu
til, var ég settur í að klippa kollana.
Það væri hægt að halda áfrarn og segja frá fleiru í starfi föður
míns og hvernig hann brást við erfiðleikum og kreppu, og þá
sérstaklega umhverfi og aðstæðum á hans tíma. Nútíma ís-
lendingar eiga ekki létt með að skilja þá baráttu, sem háð var
fyrir tilverunni. Ég vil benda þeim sem hafa áhuga, að lesa
Sögu Sauðárkróks. Þar er að finna glöggar lýsingar á baráttu
fólksins við mjög erfiðar aðstæður. Lesið t.d. um tímabilið
1900-1940.
Fyrirtæki J.F. Michelsen úrsmíðavinnustofa, er pabbi stofn-
aði á Sauðárkróki 1. júlí 1909, er ennþá undir mínu nafni
Franch Michelsen úrsmíðavinnustofa og er nú elsta fyrirtæki á
Islandi í úrabransanum, varð 90 ára á síðastliðnu ári. Engin ís-
86