Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
erfiðara að skrifa um sína nánustu en um vandalausa, en ég tel
mig segja satt og rétt frá og hlutlaust um foreldra mína og um
lífið á Króknum í þá gömlu góðu daga. Af okkur bræðrum var
ég lengst samtíma foreldrum mínum og tel mig hafa þekkt
þau mjög vel. I þessari samantekt minni kem ég nokkuð við
sögu á stundum, en mér finnst það svo samofið þessu viðfangs-
efni, að það þurfi að fylgja með, það er og samofið lífinu á
Sauðárkróki.
Að sjálfsögðu hefi ég þurft að „spyrja mig til vegar" við
samningu þessa ritverks og hvarvetna mætt hlýhug og góðri
fyrirgreiðslu. Allir vildu greiða götu mína og ég fann glöggt,
að foreldrar mínir hafa notið mikilla vinsælda og trausts, bæði
hjá háum og „den brede befolkning". Eg hefði viljað nefna
nöfn og þakka þannig hinum mörgu er hafa verið mér hjálp-
legir, en ég óttast að gleyma einhverjum og vil því þakka fyrir
mig með þessum fátæklegu orðum: Bestu þakkir Skagfirðingar!
Eg var síðast á Sauðárkróki í apríl/maí 1999 í nokkra daga
ásamt Georg, Kristni og Aage, og voru það sérstaklega
ánægjulegir dagar. Alls staðar var okkur fagnað og fundum við
vel þann hlýhug er Skagfirðingar bera til foreldra okkar og get-
um við ekki nógsamlega þakkað Skagfirðingum fyrir alla
þeirra vináttu. Við erum stoltir af að vera Skagfirðingar og
sendum ykkur öllum hlýjar vináttukveðjur.
I dag er ég lýk við þessa samantekt, er 1. júlí 1999, en þennan
dag árið 1909 stofnuðu foreldrar mínir fyrirtæki sitt á Sauðár-
króki og sem ennþá er starfandi. 90 ár eru liðin. Miklu dags-
verki er lokið.
Helstu heimildarit
Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason, þáttur Sigurjóns Björnssonar um
foreldra mína í Skagfirzkum œviskrám 1890-1910, III, ræður prestanna Jóns
Thorarensens, Ólafs Skúlasonar og Þóris Stephensen. Allar myndirnar með grein-
inni eru komnar frá höfúndi hennar, nema myndir frá Sauðárkróki sem sóttar eru
í bókina Saga Sauöárkróks.
88