Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 91
A FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
eftir HANNES PÉTURSSON
/
Nokkurn spöl í suður frá Víðimýri er býli sem heitir Kirkju-
hóll, nú í eyði að öðru leyti en því, að nytjað er grasið sem þar
sprettur, og eru nýræktir út frá túninu gamla. Ekki sér urmul
eftir af torfbænum sem síðastur var á Kirkjuhóli, en myndarleg
fjárhús blasa við augum og bústaður til íveru á sumrin, hvort
tveggja dálitlu ofar en gamli bærinn stóð og reist af jarðareig-
anda, Halli Jónassyni í Varmahlíð. Hann keypti Kirkjuhól
1956.'
Kirkjuhóll var á fyrri dögum eign Víðimýrarkirkju, og af því
er dregið nafn býlisins. Eigendur Víðimýrar litu á jörðina sem
hjáleigu þaðan, hún sætti þeim „örlögum að vera höfð að fóta-
skinni um langt skeið“.1 2 Dýrleiki kotsins nálægt miðri 19- öld
(1861) var 8,5 hundruð, en 20 hundraða jörð þótti allsæmileg
undir bú.
Vorið 1852 fengu ung hjón ábúð á Kirkjuhóli, Guðbjörg
Hannesdóttir frá Reykjarhóli þar í sveit (f. 1830) og Guðmund-
ur Stefánsson frá Kroppi í Eyjafirði (f. 1818). Hann settist að í
Skagafirði „um þrítugsaldur“3 og sýndi fljótt hug sinn: var í
flokki hinna vígreifu Norðurreiðarmanna í maímánuði 1849,4
ókvæntur til heimilis á Grófargili, næsta bæ við brúðarefni sitt.
1 Jarða- ogbúendatal{Skagafjarðarsýslu 1781-1958. 4. hefti. (Rv.) 1959, bls. 170.
2 Sama rit. 2. hefti. (Rv.) 1952, bls. 33-
3 Skagfirzkar œviskrár 1850-1890, 2. Ak. 1984, bls. 90-91.
4 Æfisaga Gtsla Konráðssonar ens fróda.Rv. 1911-14, bls. 225, 311.
89