Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
Hin elzta þeirra er dagsett 13. maí 1852, þegar Guðmundur
Stefánsson tók við jörðinni, hinar tvær eru frá því er hann hætti
þar búskap og fluttist að Syðri-Mælifellsá, dagsettar 9- júnx og
27. júní 1860. Yngsta úttektin er til komin vegna þess að
Guðmundur bóndi vildi ekki una úttektinni frá 9- júní, taldi
álagið (viðbótarafgjaldið) sem honum var gert að greiða lands-
drottni, Einari Stefánssyni umboðsmanni á Reynistað, til muna
of hátt og kærði til sýslumanns. Yfirvaldið tók kæruna til
greina, skipaði nýja virðingarmenn, og lækkuðu þeir álagið
verulega. Þær tölur verða ekki raktar nú, þótt slíkt bókhald
aftan úr árum sé markvert á sinn hátt. Ætlun mín með því að
skírskota til úttektanna á Kirkjuhóli er sú ein að bregða upp í
lauslegum dráttum mynd torfbæjarins sem fóstraði Stefán Guð-
mundsson fyrstu árin sem hann lifði. Skulu þó nefnd áður, ör-
stutt, hin jarðarhúsin: fjós og eitt fjárhús. Fjósið var „yfir 3
nautgripi" og „mjög þröngt og lítið“; fjárhúsið var „yfir 30
kindur fullorðnar", svo lélegt að það þarfnaðist „bráðrar að-
gjörðar".
I bænum á Kirkjuhóli var ekki húsa utan göng, eldhús, búr
og baðstofa, allt kotbæjarlegt. Engin skemma, enginn smiðju-
kofi. Baðstofan var „á lengd milli stafnbita 6 álnir og 5 þuml-
ungar“ og önnur mál eftir því. „Fjalarupprefti í norðara staf-
gólfl, en smáraftaupprefti í syðri enda, viðirnir teknir að
feyskjast ... sitt gluggagat á hvorri hlið með lítilfjörlegum
gluggakistum, en þó skjáir á baðstofunni. Húsið er snarað til
austurs um miðjuna nokkuð. Fyrir dyrum er brúkanleg hurð á
járnum við stoð og einn dyrastaf með trésnerli, veggir sum-
staðar sjást ekki að utan, en það sem sjáanlegt er, eru þeir
moldrunnir og gamlir og mikið gallaðir sumstaðar. Þak brúk-
anlegt."
Innan þessara signu, snöruðu og moldrunnu baðstofuveggja
lærði sveinninn Stefán Guðmundsson að stíga við stokkinn og
feta um þvert gólf. Hann kemur fyrsta sinni við sögu í húsvicj-
92