Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 95
Á FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
unarbók vorið 1854. Þá er fernt til heimilis á Kirkjuhóli, hús-
ráðendur, sonurinn ungi og tökubarn. Að sjálfsögðu var ætíð
fámennt þar í bernsku Stefáns, því réð baðstofukytran; þó sjö
manns þegar flest varð, við húsvitjun á vordögum 1858. Prest-
urinn í Glaumbæ vék sér í það skipti að stuttfæti, eins og hon-
um bar, og skrifaði síðan í bók sína: „þekkir stafina". Tveimur
árum síðar, skömmu áður en fjölskyldan flyzt frá Kirkjuhóli,
lætur pastor Stebba litla glíma við lesmál í húsvitjunarferð og
skráir: „stautar seint en rétt“.
Þessar einkunnir eru teknar upp til gamans og þó með hlið-
sjón af því sem Stephan nefnir í minningabrotum á efra aldri.
Til þeirra merku heimilda verður vitnað lítið eitt hér aftar.
III
Búskaparsaga Kirkjuhólshjóna, Guðmundar og Guðbjargar, er
skráð í bækur Seyluhrepps, að því marki sem talnadálkar geta
rakið slíka sögu. Þar stendur til að mynda, að útsvar þeirra
fyrsta árið (frá fardögum 1852 til jafnlengdar '53) væri 14 fisk-
ar, og eru þau í hópi hreppsbúenda sem greiða lægst útsvar.
Hægt og bítandi færðu þau sig upp á skaftið og varð útsvar
þeirra hæst 45 fiskar (1858-59), en lausafjártíund lék á bilinu
4 til 8 hundruð eftir árum. Jörðin þótti beitarsæl, en var svo
lítil að þar gátu vitaskuld engir landsetar efnazt að neinu ráði,
þótt dugmiklir væru.
Þegar Guðmundur Stefánsson og fjölskylda hans fluttist frá
Kirkjuhóli vorið 1860, var jörðin tekin út samkvæmt venju.
Guðmundur bóndi var maður eigi lingerður, honum mislíkaði
stórum úttektin, kærði hana til sýslumanns, og er þess áður
getið. Slíkar kærur voru ekkert einsdæmi, og ber þetta deilu-
mál nú aftur á góma sökum þess að þar felst, innan um og
saman við, heimild sem varpar ljósi á eina allrafyrstu bernsku-
minningu Stephans G. Stephanssonar. En nánar um það síðar.
Nokkrum árum fyrr en þetta var (1842) samdi Gísli Kon-
93