Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
ráðsson sagnaritari lýsingu Glaumbæjarprestakalls handa Hinu
íslenzka bókmenntafélagi.7 Aftan við spurninguna: Kálgarðar
stendur stutt og laggott svar: „Kálgarðarækt er nú hvergi
stunduð." Orðið „kálgarðarækt" hlýtur að merkja ræktun hvers
konar ætijurta, þó að líkindum jarðepla framar öðru, því hvergi
annars staðar í rækilegri spurningaskrá Bókmenntafélagsins er
vikið að matjurtarækt.
Gísli Konráðsson var hreppstjóri í Seyluhreppi á þessum
tíma og hlaut því að vita hvað hann söng, að matjurtarækt lægi
alls kostar niðri í prestakallinu 1842. Sú ræktun jókst þar síðan
smám saman.
Einn þeirra manna sem braut skika til ræktunar matjurta
handa búi sínu var Guðmundur á Kirkjuhóli, enda þótt oft
væri lítils, jafnvel einskis metið við landseta að þeir sætu ábýli
sín betur en skilmálar kröfðust. Og nú sannaðist það heldur en
ekki: Þegar úttektarmenn rýndu í hvern moldarhnaus, hvert
fjalarræksni á Kirkjuhóli 9- júní 1860 og gerðu síðan Guð-
mundi Stefánssyni að reiða fram álag miklu hærra en hann gat
með nokkru móti sætt sig við, þá stóð ekki stafur í uppskrift
þeirra um nýja túnasléttun á jörðinni og nýjan kálgarð, eins og
það mætti ekki koma Guðmundi bónda á neinn hátt til góða
þegar hann fluttist burt af „fótaskinninu". Úttektarmenn þeir
sem sýslumaður skipaði til þess að jafna ágreining Guðmundar
og Einars á Reynistað rita hins vegar, að „um túnið sýnist vel
hirt“ og það hafi verið aukið út um alls 233 ferfaðma, „sem við
mælum vegna þess að fráfarandi óskaði þess fastlega af okkur,
hvar fyrir hann væntir endurgjalds af landsdrottni"; í sama
skyni mæla þeir kálgarð, 9 faðma langan og 6 faðma breiðan. —
Þannig voru til yfirvöld ofar ,yfirvöldum‘, og finnast sem betur
fer mörg dæmi þess frá liðnum tíma.
7 Skagafjardarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar II. Ak. 1954, bls. 57-68.
94