Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 97
Á FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir, sem af
miklum manndómi höfðu ofan af fyrir sér og sínum á Kirkju-
hóli frumbýlingsár sín, bættu meira að segja það jarðnæði, þau
fylgdu síðar Stephani syni sínum fyrir vestan haf allt til dauða-
dags. Stephan brá upp stuttri lýsingu þeirra í minningabrotum
sínum. Hann segir þar að faðir sinn væri „greindur maður og
orðheppinn" og gerðist vel lesinn í „andlegu og veraldlegu,
fornu og nýju, þó hann ræddi lítið um ... Hann var alvörumað-
ur og stórlyndur, ötull og ósérhlífinn, dyggur og ráðvandur,
sleit sér út fyrir aðra og fyrir örlög fram. Bjargaði sér og sínum
aðeins með erfiði sínu“.
Móður sinni lýsti Stephan svo, að hún hefði verið „góðlyndið
sjálft“, mjög hneigð til kvenhannyrða „og svo greind, að hún
lærði af sjálfdáð að fleyta sér á bók, bæði í dönsku og ensku,
eftir að hún kom vestur um haf. Hvorugt hafði hún kynnt sér
áður, og var þá hnigin á efri ár. Bæði foreldri mín kunnu að
rita, þó sjaldan tækju þau á því, og höfðu lært það án tilsagnar.
Gátu skrifað bréf, ef á lá“.8
Hjartnæmu minningarljóði um móður sína, ortu við andlát
hennar, lýkur Stephan á þessum erindum:
Lið þitt allt mér léztu í té,
hönd þín stýrði hendi minni
hnepptri um pennann, fyrsta sinni
er ég þreytti um á og b.
Svo hef ég á sama hátt
flestu í, sem fæstir lá mér,
fremsta stafinn dregið hjá þér -
hitt er mitt, hve margt varð smátt.
Þó að væri oft, við allt,
ófimlega og illa lokið,
8 Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir. IV. bindi. Rv. 1948, bls. 82—83.
95