Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 99
Á FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
Á Víðimý ri stóð sumarið 1917 — og stendur enn — torfkirkjan
þar sem Stephan hafði verið skírður og fermdur, kirkjan þar
sem fjölskylda hans hlýddi á guðs heilaga orð frá altari og af
predikunarstóli, en þá var sú kirkja ekki gömul (smíðuð 1834),
og grunaði víst ekkert mannsbarn að smáhús þetta yrði, eins og
nú er raun á orðin, talið svo fagurt listaverk úr torfi, grjóti og
spýtum að varðveita bæri í þágu menningar alls heimsins.
Þegar Stephan leit nú aftur þessa kirkju var hún „auðari en
áður“, eins og segir í kvæðinu Við landfestar. Það hefur skipt
hann litlu í sjálfu sér. Annað olli því að honum var ekki fylli-
lega rótt innanbrjósts: I minningabrotum sínum kveðst hann
hafa kviðið fáu, er hann bjóst til Islandsferðarinnar, jafnmjög
sem því „að koma að kotunum, sem ég ólst upp á, öllum í eyði,
fjórum alls... Allra rústanna vitjaði ég þó, nema Syðri-Mæli-
fellsár".12
Á þessum árum bjó búi sínu á Víðimýri höfðingsmaður, Þor-
valdur Arason, sonarsonur Ara fjórðungslæknis á Flugumýri. f
fylgd hans skoðaði Stephan nú slóðirnar í grennd. Þeir riðu dag
einn fram að Álfgeirsvöllum til þess að heimsækja fermingar-
systur skáldsins, Halldóru Pétursdóttur frá Valadal. Hún var
húsfreyja á Álfgeirsvöllum, gift Ólafi Briem alþingismanni.
Leiðin lá um Kirkjuhól. Og þar steig Stephan auðvitað af baki,
skyggndist um og notaði tækifærið til þess að ganga „út á vall-
arbarðið, þar sem Skóshaugur var orpinn forðum. Steinar lágu
þar enn, nokkrir, en þögðu um, hvort þeir væru mínir“.
„Skóshaugur"! Stephan skýrir hvernig á þeirri nafngift
stendur:
„Það, sem ég man fyrst til mín, árla á Kirkjuhólsævi minni,
var að hestur, sem faðir minn átti, stólpagripur, en aldraður, var
sleginn af. Hafði kvikuslitnað. Sagður ólæknandi sökum ald-
12 Stephan G. Stephansson: Bréfog ritgerðir. IV. bindi. Rv. 1948, bls. 103. - Eitt
þessara eyðibýla var Mjóidalur í Bárðardal. Víðimýrarsel byggðist að
nýju 1954.
7 Skagfirðíngabók
97