Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 103
Á FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
En nú bregður svo við, að þótt bæjarleifarnar á Kirkjuhóli
hyrfu til fulls, er sem vættatrú kæmi í staðinn: Allur bæjar-
hóllinn utanverður er orðinn álagablettur og lækjargilið að
auki. Þetta heyrði ég í fyrsta skipti þegar ég gekk að Kirkju-
hóli dag einn í sólbjörtu hlýviðri síðla ágústmánaðar '98 og var
svo heppinn að hitta þar að máli Jónas Hallsson, Jónassonar.
Hann nýtti þurrkinn og sneri töðumúgum á sunnanverðum
bæjarhólnum, ók um í dráttarvél. Hóllinn utanverður var
ósleginn, og ég spurði hvernig á því stæði. Jónas sagði að þar
væri aldrei slegið nú hin seinni ár. „Þetta er álagablettur"
mælti hann, „og líka gilið fyrir utan.“ Jónas bætti því við, að
þessir blettir hefðu verið slegnir „fyrst framan af‘ (þ.e. eftir
1956), en aldrei brugðizt að þá hentu einhver óhöpp. Eitt sinn
skall á „svo mikið rok að heyið sópaðist burt allt eins og það
lagði sig“. Einnig sagði hann að álög hvíldu á melkolli utan við
bæjargilið; þar hefði systir sín ráðgert að reisa sumarbústað, en
þá hefði óþekkt kona vitjað hennar í svefni og sagt að slíkt
skyldi hún láta ógert, ella hlytist verra af. Þeim ráðum var
hlýtt, og eru engin mannaverk á þeim hóli.
I minningabrotum sínum víkur Stephan G. ekki orði að
neins konar álögum í Kirkjuhólslandi. Og álagabletta þar er
ekki heldur getið í örnefnalýsingu jarðarinnar eftir Margeir
Jónsson á Ögmundarstöðum (1934). ,Álögin‘ festa rætur eftir
þessa öld miðja. Og eru þau kjörið athugunarefni þjóðsagna-
fræðingum.17
VI
Eg tæpti á því við Hall Jónasson í samtalinu sem fyrr var nefnt,
að sennilega fysti mann og annan að vita til fullnustu hvar bæj-
arhúsin á Kirkjuhóli stóðu, af því að Stephan G. ætti í hlut;
17 Feykir, 19. marz 1997 („Dularfullir acburðir af völdum huldufólks"). Ör-
nefnaskrá (Kirkjuhóll) eftir Rósmund Ingvarsson, handrit í Héraðsskjalasafni
Skagfirðinga, dagsett 25. maí 1997.
101