Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
Kirkjuhóll lægi reyndar nokkuð úr alfaraleið, en hver vissi
nema staðurinn yrði eftirsóttur síðar, þar eð þeim fjölgaði sí-
fellt sem ferðuðust um landið; myndi þykja vel til fundið, ef
hann kæmi fyrir einhvers konar auðkenni á bæjarstæðinu; þótt
ekki væri nema lágur steinn í grasinu, markaður sundurgerðar-
lausri vitneskju í fáum orðum. Þeirri hugmynd tók Hallur
ekki fjarri, virtist mér. Eg hef þó ekki ítrekað hana, enda er
hún slettirekuskapur manns sem engu ræður um Kirkjuhól
afturábak né áfram.
Þrátt fyrir það hef ég oft leitt hugann að því síðan, hve vel
væri við hæfí að Stephans G. Stephanssonar yrði minnzt á fæð-
ingarstað hans, en vitanlega án þess gengið væri í berhögg við
hagsmuni jarðareiganda. Raunar mætti vel vera, að minningar-
teikn á Kirkjuhóli um Stephan, hvert sem það yrði, og hags-
munir jarðareiganda gætu farið saman, eins og nú er komið og
kallast á markaðstorgum „menningartengd ferðaþjónusta“.
Ástæðulaust er að forsmá það hugtak, þótt böggulslega sé orð-
að. Landið glóir allt af söguminningum þjóðarinnar um aldir.
Skagfirðingar gerðu að sönnu vel við dáðríkan mann,
Stephan G. Stephansson, þegar þeir reistu honum minnisvarða
á aldarafmæli hans,18 hvað sem annars segja má um listfengi
lágmyndanna sem eru á varðanum. Sú heiðurshleðsla ætti samt
sem áður ekki að vera því til hindrunar, að Stephans yrði
minnzt í Skagafirði á allt annan hátt, í stuttu máli: MeSþviaS
bcerinn á Kirkjuhóli 1852—60 yrSi endurreistur samkvæmt þeim
skýru heimildum (úttektum) sem varðveitzt hafa. Sú smíði
þyrfti ekki að taka langa stund. Hliðstæð verk, flest stórum
viðameiri, eru nú unnin ár eftir ár víða um land, mönnum og
18 Minnismerki í Skagafirði til heiðurs Stephani var til umræðu þegar eftir lát
hans 1927; sér þess stað í löngu, óprentuðu erindi sem Pétur Hannesson á
Sauðárkróki flutti þá um skáldið. En athafnir biðu, eins og stundum verður.
Sumarið 1945 var hugmyndinni hreyft að nýju (sbr. Utigmetmasamband
Skagafjarðar 50 dra, 1960, bls. 44), og nú loks var látið til skarar skríða.
102