Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 111
SKRIÐAN Á KJARVALSSTÖÐUM 30. MAÍ 1994
því að þar þverbeygði flóðið og tók stefnu niður á Eyrarnar fyr-
ir utan Kjarvalsstaði. Er ekki að orðlengja það, að aurflóðið kaf-
færði meginhlutann af Eyrunum og túnin sem eru á þeim neð-
anverðum. Síðan hljóp það yfir veginn utan og neðan við Kjar-
valsstaði, niður beitarhólfið sem er neðan vegarins, og lauk loks
för sinni niðri í Hjaltadalsá.2 Ekki var mikið vatn í Nautabúsá
fyrst eftir hlaupið, en síðar kom töluverður vöxtur í hana.
Fyrst eftir að flóðið stöðvaðist var aurinn eins og froða og víð-
ast hvar stígvélatækur. Ekki var hægt að komast yfir hann á
dráttarvél öðruvísi en með framdrifi. Þegar aurinn þornaði varð
lítið úr honum og breyttist hann þá í harða skel. Þau Hall-
grímur og Svava misstu 25 lömb, en engar ær drápust í flóð-
inu. Á Kjarvalsstöðum voru þá um 200 ær. Ærnar sem voru í
hólfinu neðan vegar virðast hafa verið liggjandi þegar flóðið fór
yfir þær. Þegar að var komið stóð bara hausinn upp úr, og voru
þær dregnar upp. Ein kind sem hafði verið neðst á túninu ofan
vegar, fannst neðan vegar, hafði borist þangað með flóðinu.
Ærnar fóru illa á júgrum, því að leirinn brennir, bæði þær sem
lentu ofan í og líka þær sem reka þurfti yfir leirinn. Júgrið varð
svo þrútið og sárt að þær vildu ekki láta sjúga sig. Var eins og
lömbin væru vanin undan þeim í bili, en þetta lagaðist, og
gátu lömbin farið að sjúga á fjórða degi. Þegar leirinn í ullinni
harðnaði, var eins og ærnar væru í brynju úr gifsi.
Aurflóðið bar fram mikið af frosnum jarðvegshnausum og
stórgrýti, og voru sumir steinarnir ótrúlega stórir. Sá lang-
stærsti var ofantil á Eyrunum, mældist 12 m í ummál og tæp-
lega tveggja metra hár að meðaltali. Annar allhár var nokkru
neðar.3 Svo stóð á að framkvæmdir voru að hefjast við hafnar-
2 Upptök aurskriðunnar í Kálfsstaðafjalli eru í 550—600 m hæð. Hún féll fyrst
niður í Nautabúsárgil, sem er þar í um 330 m hæð, og endaði í Hjaltadalsá í
um 110 m hæð. Alls er vegalengdin frá Rauðsgili niður í Hjaltadalsá, um 3,5
km, og hæðarmunurinn um 220 m. Hallinn er því um 6%.
3 Eðlisþungi leðjunnar hefúr verið svo mikill, að grjótið hefúr hálf flotið.
109