Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 115
SKRIÐAN Á KJARVALSSTÖÐUM 30. MAÍ 1994
leið tók hún sundur veginn fram í dal (Hjaltadalsveg), rétt við
vegamótin. Fengin var jarðýta til að koma ánni aftur í farveg
sinn. Aðalvegurinn heim í Hóla var að nafninu til opinn, en
hann skemmdist þó mikið við Nautabúsárræsin.4 Hins vegar
var á þriðju viku vegasambandslaust fram í dal.
Til fróðleiks má geta þess, að síðdegis fimmtudaginn 29-
júní 1995 féll aurskriða rétt innan við Þormóðsstaði í Sölvadal,
Eyjafirði. Hún hreif með sér rafstöð ofan bæjarins og olli mikl-
um skemmdum á túnum. Þessi skriða virðist hafa verið hlið-
stæð skriðunni á Kjarvalsstöðum, en líklega hefur efnismagnið
þó verið öllu meira.5 * * 8
Eftirmdli
Hallgrímur Pétursson á Kjarvalsstöðum andaðist 15. febrúar
2001, 77 ára að aldri. Hann fæddist á Hofi í Hjaltadal 9- apríl
1923 og ólst þar upp, en bjó á ættjörð sinni, Kjarvalsstöðum,
frá 1947 til dauðadags. Hallgrímur var óvenju glöggur maður
og sagði vel frá. Með honum er genginn sá maður sem best
mundi fyrri tíð í Hjaltadal.
Heimildir:
Símtal við Hallgrím Pétursson 13. júní 1994, og viðtöl við hann og Svövu Ant-
onsdóttur konu hans 24. júlí 1994 og 29. ágúst 1997. Einnig stuðst við blaða-
fregnir, t.d. Morgunb/aðið 31. maí 1994, og myndband sem Rósa Bergsdóttir á
Marbæli í Óslandshlíð tók nokkrum klukkustundum eftir að skriðan féll. Aðrar
myndir tók höf. 23. júlí 1994.
4 Áður var einbreið brú á Nautabúsá, en um 1993 var brúin brotin niður og
rör sett í staðinn. Rörin virðast vera full ofarlega, sem eykur líkur á að áin fari
þar úr farvegi sínum.
5 Aurskriðan í Sölvadal. Morgunblaðið 1. júlí 1995. Þorsteinn Sæmundsson og
Halldór G. Pétursson: Skriðuföllin við Þormóðsstaði í Sölvadal, júní 1995.
VorráóstefnaJarðfrœðafélags íslands 1996 (Rvík 1996) bls. 57-58.
8 Skagftrðingabók
113