Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
ára skeið og vann að járnbrautarlagningu, vegagerð eða skógar-
höggi í eyðiskógum. Var lífið þar næsta ömurlegt á þeim
árum, hvíldarlaust erfiði og látlaust strit, en sultarlaun og
skortur á lífsnauðsynjum ef gefið var eftir.
Kristinn var bæði þrekmikill og viljasterkur og þoldi því
mörgum betur það harðræði, sem fólkið átti við að búa. Má því
gera ráð fyrir, að hin harða lífsbarátta hafi orðið til þess að stæla
þol hans og þrek og þannig hafi honum þrátt fyrir allt auðnast
að stíga fyrsta sporið til sjálfsvirðingar, sjálfstrausts og sjálf-
stæðis.
Snemma hneigðist hugur Kristins að bóknámi, en á þeim
slóðum, þar sem hann starfaði og dvaldist fyrstu árin vestan-
hafs, var þess enginn kostur. Varð því við þá fræðslu að sitja,
sem hann af sjálfsdáðum gat aflað sér. Vart var þar þó um auð-
ugan garð að gresja, af því að lengst af var dvalið úti í eyði-
skógum og í óbyggðum, oft á næsta óvistlegum stöðum. Á
þessum árum náði hann þó góðum tökum á enskri tungu, enda
sjóðnæmur og fljótur að tileinka sér það sem fyrir augu og eyru
bar og afla sér staðgóðrar reynslu bæði í verklegum og andleg-
um efnum. Þegar hann árið 1881, eftir 8 ára dvöl í Muskoka,
flytur alfarinn til Winnipeg, þá er hann orðinn bæði vel met-
inn húsasmiður og skáld. Þó að hann væri algjörlega sjálf-
menntaður, þá gerðist hann margfróður og víðlesinn, einkum í
skáldskap og bókmenntum. Varð hann snemma gagnkunnug-
ur ritum ýmissa höfunda, bandarískra og enskra. Einkum mun
hann hafa dáð stórskáldin Longfellow, Byron og Swineburne.
Vafalaust hefir Kristinn eitthvað kunnað í danskri tungu áður
en hann hvarf af frónskri grund, og stórum hefir hann bætt við
þá þekkingu síðar, því vel var hann heima í því, sem Norður-
landaskáldin létu frá sér fara. Sérstaklega var Björnson honum
hugstæður. Þá voru íslensku skáldin, með Þorstein Erlingsson í
fylkingarbrjósti, honum sem opin bók, svo gjörþekkti hann
verk þeirra flestra. En mest varð hann heillaður þar sem hann
varð var hins frjálsa og djarfa skáldanda, er hvorki vildi vinna
116