Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 119
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
sér til hróss eða tignar með því að fara á snið við það, sem hann
áleit sannast vera. Þannig var andi hans vakandi og leitandi allt
til endadægurs.
Á þeim árum sem hér um ræðir kynntist Kristinn nokkrum
yngri mönnum á sínu reki. Höfðu leiðir þeirra ýmist legið
saman við vegalagnir úti í skógunum eða eftir að til Winnipeg
var komið. Tókst með þeim vinátta, sem hafði lífstíðar varan-
leik í sér fólginn. Dáði það hver hjá hinum, er ríkast var hjá
honum sjálfum, fjör og gáfur, drenglyndi, vinfestu og hrein-
skilni. Því hefir verið haldið fram, vafalaust með réttu, að eitt
af einkennum nýlendulífsins x þá daga hafi komið fram í því
„að vera alls ódulur um það, sem betur, eða verr þótti fara,
hreinskiptinn í orðum, glettinn í svörum og kappgjarn." Á
þessum vettvangi var Kristinn einna fremstur meðal jafningja,
svo snillyrtur í svörum og orðhagur var hann oft og tíðum.
Þótti líka mikils vant ef hans sæti í hópnum var óskipað. Það
var ekki glaðværðin einvörðungu, sem hann jók, heldur og
traustið og drengskapurinn og hið djúpa vináttuþel og hlýja
viðmót, er hann ávallt bar með sér. Segja má, að það hafi vel átt
við um hann sjálfan, er hann síðar kvað til æskuvinar síns:
Þinn var andi' að tápi' og tryggð
tröll í vandaflækjum.
Ungur fór Kristinn að fást við ljóðagerð. Ekki er mér þó kunn-
ugt um, að nokkur æskuljóða hans hafi verið prentuð hér
heima. Fyrstu ljóð hans, sem ég veit til að hafi komið fyrir al-
menningssjónir, voru prentuð í Framfara, fyrsta íslenska blað-
inu, sem út kom í Vesturheimi í tveimur árgöngum, 1877-1880.
Á ljóðunum er víða verulegur viðvaningsbragur, en þó má skýrt
skynja, að þar er á ferð vaknandi skáld, sem gæti átt bjarta
framtíð fýrir höndum. Fyrsta ljóð hans, sem Framfari birtir,
heitir Vorvísur og er það að finna í 27. tölublaði fyrsta árgangs,
árið 1878. Tvö fyrstu erindin eru svohljóðandi:
117