Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
Fuglar syngja, blómið blíða
bjartleitt fellir gleðitár;
burtu víkur vorið þýða
vetrinum með snjófgar brár.
Rísum upp af draumadvala,
dýrleg brosir morgunsól,
yfir grund og bleika bala
breiðist Ijós frá himnastól.
Árið 1900 kom svo út dálítið bókarkver eftir Kristin, er hann
nefndi Vestan hafs. Var bókin prentuð í Reykjavík á forlagi Jóns
Ólafssonar, sem var aldavinur Kristins, en öll voru Ijóðin ort
eftir að höfundur flutti vestur um haf. Meðal þeirra má finna
smekkleg og vel kveðin náttúruljóð og snjallar lausavísur. En
fátt er þar þó af meiri háttar kvæðum skáldsins. Hann átti
fyrir höndum að þroskast og færast í fang stærri yrkisefni.
Um og eftir aldamótin síðustu var hann þó að flestra dómi tal-
inn ljóðrænasta og smekkvísasta skáldið á vestur-íslensku
skáldaþingi. En hann, eins og svo margir aðrir, varð þeim ör-
lögum háður, að hverfa inn í skugga stórskáldsins skagfirska,
Stephans G. Stephanssonar, sem hér verður síðar getið. I þá
daga þótti hann þó mörgum tyrfinn og lítt skiljanlegur, eins
og Káinn orðaði á sinn sérstæða hátt:
Kveður myrkt og stundum stirt
Stephan G. í Kringlunne.
Kringlan er hér stytting úr Heimskringla, en hún var meðal
blaða Vestur-íslendinga. Fyrsta ljóðið í Vestan hafs, Ástagöng-
ur, má þó hiklaust telja hreinustu perlu, sem sýnir svo eigi
verður um villst, hvað með skáldinu bjó. Seinni ljóðabók
Kristins, Ut um vötn og velli, kom út í Winnipeg árið 1916.
Þeir síra Rögnvaldur Pétursson og Gísli Jónsson prentsmiðju-
118