Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 121
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
stjóri gáfii bókina út og bjuggu hana til prentunar, þar eð höfund-
urinn hafði látist frá því verki fyrr á sama árinu. Þar er að finna
meginþorra af kvæðum Kristins og öll hin bestu. Um þessa
bók farast dr. Richard Beck m.a. orð á þessa leið:
Orðsnilld skáldsins, bragfimi og skörp athyglisgáfa lýsa
sér hér stórum betur en í fyrri kvæðum hans, þó ýmis-
legt væri vel um þau. Náttúrulýsingar hans eru löngum
frumlegar, markvissar og myndauðugar. Agæt dæmi
þess eru „Vorsins dís“, þar sem lýsingin á vorinu í konu-
líki nær ágætlega tilgangi sínum, „Sumarkvöld við
vatnið" og „Raddir", en þar renna íhyglin og lýsingin í
einn farveg. Og sá samruni er sérkennandi fyrir skáldið,
því að undiralda djúprar alvöru er í mörgum kvæðum
hans. Þetta tvennt, glögg lýsing á viðfangsefninu og
íhygli að sama skapi, fléttast ef til vill hvergi saman á
áhrifameiri hátt heldur en í kvæðinu „Gamla húsið.“ I
vanhirðu þess og niðurlægingu, sem lýst er skörpum
dráttum, verður húsið skáldinu tilefni hvassrar ádeilu á
græðgi mannanna og efnishyggju. Og ádeilan er einnig
sérkennandi fyrir skáldið. Umbótaáhugi hans lýsir sér x
öðrum tilþrifamiklum og djúpsæjum kvæðum. Örvar
ádeilu hans missa ekki marks í háðnöprum ljóðum eins
og „Kurteisi" og „Lygi“, þar sem hann vegur að hræsni
og yfirborðshætti. Mannkærleiki er þó jafn auðfundinn
annars staðar í kvæðum hans. Hann dáir þau skáld, bæði
íslensk og erlend, sem voru merkisberar þeirra hugsjóna,
frelsisástar og djarflegrar framsækni, sem hann sjálfur
unni mest.
Þrátt fyrir nokkur erlend áhrif var Kristinn jafnframt ramm-
íslenskur f skáldskap sínum. Ferskeytlan lék á vörum hans,
bæði í lausavísum og lengri kvæðum. Þá bendir dr. Richard
Beck á, að ættjarðarást hans komi víða skýrt fram í ljóðum
119