Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 125
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
Magnús Markússon
Næstur skal til sögunnar
nefndur Magnús Markússon.
Hann fæddist að Hafsteinsstöð-
um í Skagafírði 27. nóvember
árið 1858. Foreldrar hans voru
hjónin Markús Árnason frá
Garði í Hegranesi og Filippía
Hannesdóttir, Bjarnasonar, prests
að Ríp. Börn þeirra urðu 14
talsins. Magnús ólst upp hjá
foreldrum sínum í Keflavík í Hegranesi til nærfellt 11 ára ald-
urs. Eftir það dvaldist hann á ýmsum stöðum þar um slóðir.
Meðal annars var hann um árabil hjá hálfbróður sínum, síra
Ólafi Bjarnasyni, sem þá var prestur á Ríp, en þeir voru sam-
mæðra.
Traustir stofnar stóðu að Magnúsi í báðar ættir og má telja
víst, að frá ættmennum sínum hafi hann hlotið margt það er
einkenndi skaphöfn hans, mótaði lífsviðhorf hans og setti öðru
fremur svipmót á dagfar hans. Á þetta benti systursonur hans,
dr. Rögnvaldur Pétursson, réttilega í ræðu, sem hann flutti í sam-
sæti í Winnipeg á áttræðisafmæli skáldsins (27. nóv. 1938), þar
sem hann komst svo að orði (Heimskringla 30. nóv. 1938):
Ég vil segja yður svolítið frá ættmönnum heiðursgests-
ins. Föðurbróðir hans, sem hann er heitinn eftir, Magnús
Árnason í Utanverðunesi í Hegranesi, varð einn með
elstu mönnum í Skagafirði, og hann var einn með góð-
gerðarsömustu og glaðværustu mönnum þeirrar tíðar.
Bær hans stóð í þjóðbraut, ef svo mætti að orði komast,
123