Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 126
SKAGFIRÐINGABÓK
við aðalferjustaðinn, við vesturós Héraðsvatna. Á nóttu
og degi var sífelldur straumur gesta að Nesi. Enginn
kom þangað hryggur eða glaður, svo að ekki færi hann
þaðan glaðari og hressari í bragði. Magnús hafði alltaf
einhver ráð með að leysa úr vandræðum manna. Enga
erfiðleika lét hann buga sig, og er hann enn í minnum
hafður meðal eldri Skagfirðinga austan hafs og vestan.
Finnið þér ekki skyldleikann milli þessara frænda og
nafna, léttleikann, hluttekningasemina og kvíðaleysið
yfir lífinu? Engir þeir, sem kynnst hafa heiðursgestinum,
munu honum annað bera, en að hann hafi ávallt reynst
raungóður og ósérhlífinn og kosið heldur að reisa á fætur
en fella þann, sem umkomulxtill var. Eg segi yður satt,
að okkar íslenska mannlíf hér í þessum bæ hefur orðið
sviphýrra og ánægjulegra fyrir það, að Magnús Markús-
son nam sér hér bólfestu og lagði á sig margháttuð fé-
lagsstörf lengi framan af árum. Hann hefur nú búið hér í
rúma hálfa öld, og mun öllum koma saman um það, að
yfir öll þessi ár hafi verið lyfting og léttleiki í öllum
heilsunum hans og kveðjum til þúsundanna mörgu sem
hann hefur hitt, gengið með eða rætt við á götunni.
Kvíða eða áhyggjumálum sínum hefur hann aldrei hald-
ið að samferðamönnum eða gert þau að umtalsefni á
göngunni. Heimili hans stóð opið gestum og gangandi.
Hann bjó í eins konar Utanverðunesi, meðan hann réði
húsum sjálfur.
I móðurætt á hann líka til glaðværra og ókvartsárra
manna að telja, hinnar svonefndu Djúpadalsættar. Þar
hefur og fólk orðið langlíft, ömmur, frænkur og móðir
komist á tíunda tug. En sumir þeirra frænda hans voru
útsjónar- og hagsýnismenn meiri en heiðursgesturinn,
og hefur hann einhvern veginn verið staddur utan garðs,
líklega að yrkja, þegar þeim eiginleika var skipt.
124