Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1890 kvæntist Magnús skáld öðru sinni. Gekk hann þá að
eiga Laurentíu Mikolínu Fellsted, sem ættuð var af Vestfjörð-
um. Þau áttu ástúðlega samleið í 22 ár og eignuðust sjö börn.
Aðeins þrjú þeirra lifðu föður sinn. Og kona hans, sem átti við
langvarandi vanheilsu að stríða, andaðist árið 1912.
Sjálfur náði Magnús háum aldri. Hann andaðist 20. október
1948 og vantaði þá aðeins rúman mánuð til að ná níræðisaldri.
Börn hans þrjú, sem þá voru á lífi, hétu Guðfinna, búsett í
Bandaríkjunum, Jónína, bjó með föður sínum í Winnipeg, og
Hannes, átti heima í Bandaríkjunum. Auk áðurnefndrar dóttur
af fyrra hjónabandi, Hallfríðar, átti Magnús á bak að sjá Guð-
finnu á fyrsta ári, Ólafi 11 ára, Philip 21 árs og Ólafíu 25 ára.
Voru þau öll sögð vel gefin og vel af Guði gerð.
Eitt af fegurstu ljóðum Magnúsar nefnist „Eg átti eik í
runni“. Það á vafalaust rætur sínar í sárri, persónulegri sorgar-
reynslu skáldsins. Niðurlagserindið er svohljóðandi:
Ég kraup að kaldri moldu
og kyssti fallna eik,
þá flæddu tár á foldu
um fölnuð laufin bleik.
Og síðan sorgin hefur
oft sætan kveðið brag,
sem hæsta huggun gefur
við hinsta sólarlag.
í þessu erindi kemur skýrt fram sá meginstyrkur, sem trúin
var á sorgslunginni ævileið skáldsins. E.t.v. kemur sú stað-
reynd þó ennþá greinilegar í ljós í ljóðinu „Alveldið", sem áður
var nefnt. Það sýna þessi tvö erindi ótvírætt:
130
Ó, mikli Guð, sem lætur Ijós
og líf á jörðu streyma,
þér flytur allt, sem hrærist hrós