Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 135
KOMSTU SKÁLD f SKAGAFJÖRÐ?
Stephan G. Stephansson
Þriðja skagfirska ljóðskáldið er
Stephan G. Stephansson, sem á
skáldaþingi gnæfir hátt yfir hina
tvo sveitunga sína, sem þegar
hefir verið greint frá.
Þegar um Stephan G. er rætt,
þá verður ekki framhjá því
horft, að hann er einstæður. Um
hann hefir verið sagt, að „þess-
um fáláta bóndamanni austan Klettafjalla tókst að verða svo
stórbrotinn, bæði sem persónuleiki og skáld, að slíks munu fá,
eða jafnvel engin dæmi....“ Dr. Watson Kirkconnell, þekktur
bókmenntafræðingur og mikill Islandsvinur, telur Stephan
hiklaust mesta ljóðskáldið, sem uppi hafí verið í Kanada.
Virtur starfsbróðir hans, dr. F. S.Cawley, prófessor tekur dýpra í
árinni þegar hann heldur því fram, að Stephan hafi verið ágæt-
ast skáld í Vesturheimi.
Prófessor Sigurður Nordal, sem hefir grafið dýpra en flestir
aðrir í skáldskap Stephans, kemst m.a. svo að orði: „Hann er á
alveg vægðarlausan mælikvarða eitt af höfuðskáldum Islend-
inga. ... Hæfileikar Stephans hefðu enst til þess að verða af-
burðamaður á ýmsum öðrum sviðum, í vísindum, heimspeki
eða stjórnmálum, en mestur hefði hann alltaf orðið að mann-
gildi. Ég hef fyrir löngu sannfærst um, að þótt hann sé ekki
mesta skáldið meðal íslenskra manna, er hann mesti maðurinn
meðal íslenskra skálda fyrr og síðar. Ekkert annað af skáldum
vorum, sem ég kann deili á, er svo mikill maður af sjálfum sér,
133