Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 137
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
son og Guðbjörg Hannesdóttir, þá búendur þar. Var Guðmund-
ur bóndi af eyfirskum og þingeyskum ættum, en Guðbjörg kona
hans ættuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Bæði voru þau
talin vel greind og bókelsk, en lítt efnum búin. Þau hjónin
eignuðust, auk Stephans, eina dóttur, sem hlaut nafnið Sigur-
laug Einara. Var hún 7 árum yngri en bróðir hennar. Hún varð síð-
ar húsmóðir vestan hafs, og voru þau systkinin nágrannar í
Alberta.
Stephan ólst upp hjá foreldrum sínum, sjö fyrstu árin að
Kirkjuhóli. Þaðan fluttu þau að Syðri-Mælifellsá í Tungusveit
og bjuggu þar um tveggja ára skeið. Þá fluttu þau að Víðimýr-
arseli í Seyluhreppi, þar sem þau bjuggu sjö næstu árin. Þessar
þrjár jarðir voru örreytiskot, sem öll voru komin í eyði árið
1917. (Síðar, á seinni hluta 20. aldar, byggðist Víðimýrarsel
reyndar aftur; Ottó Þorvaldsson frá Sauðárkróki settist þar að).
Svo var það árið 1870 að þau hjón brugðu búi, fluttu norður x
Bárðardal og vistuðust þar að Mýri; húsmóðirin þar var hálf-
systir Guðmundar. Þegar þetta gerist er Stephan 15 ára. Hann
réðst sem vinnumaður að Mjóadal, efsta bænum í byggð í
Bárðardal. Bóndi þar hét Jón Jónsson og kona hans var Sigur-
björg Stefánsdóttir, föðursystir Stephans. Dvöl fjölskyldunnar í
Bárðardalnum var ekki löng, aðeins tvö og hálft ár eða þar um
bil. Sumarið 1873 var það örlagaríka skref stigið að flytja til
Vesturheims.
Sú kennsla sem Stephan hlaut hér heima á æskuárum var
mjög af skornum skammti. En snemma lærði hann að lesa og
draga til stafs í heimahúsum. Sjálfur segir hann skemmtilega
frá því þegar hann fékk fyrstu forskriftina og vissi ekkert hvar
átti að byrja á hverjum staf. Þá tók móðir hans til sinna ráða,
stýrði honum til að byrja með og fórst það vel úr hendi. Furðu
fengsæll var drengurinn á bækur og handrit til lestrar. Og
lestrarfélag í sveitinni nýtti hann sér svo, að þar fór vart bók
framhjá honum ólesin. A heimili hans var fremur fátt um bæk-
ur, aðallega þær guðsorðabækur, sem nauðsynlegar voru taldar
135