Skagfirðingabók - 01.01.2001, Qupperneq 138
SKAGFIRÐINGABÓK
til notkunar við guðræknisiðkanir. Einn vetur las Stephan hina
svonefndu „Grútar-Biblíu" þrisvar sinnum frá fyrstu til síðustu
blaðsíðu. (Nafngiftin stafar frá meinlegri misprentun: Harma-
grútur fyrir Harmagrátur Jeremía). Forði þeirrar æskulesning-
ar, sem hann aflaði sér, entist honum ævilangt, því minni hans
var með afbrigðum trútt.
Seinasta veturinn hér heima á Islandi fékk hann í fáeinar
vikur tilsögn í ensku hjá séra Jóni Austmann á Halldórsstöð-
um í Bárðadal og síra Guttormi Vigfússyni, tengdasyni hans.
Að öðru leyti var hin lögbundna fermingarfræðsla hans
eina skólanám. Dönsku lærði hann eitthvað án tilsagnar
með hjálp dönskukennslubókar síra Sveinbjarnar Hallgríms-
sonar.
í „Drögum til ævisögu“, sem Stephan skrifaði á efri árum og
birtist x Andvara 1947, kemst hann m.a. svo að orði, er hann
rifjar upp atburði frá æskuárunum í Skagafirði: „Nálega allir,
jafnvel alls ókunnugir, voru mér góðir, og tóku minn hluta í
mörgu, en er of langt mál. T.d. var ég eitt sinn sendur að heim-
an að leita hesta. Lagði upp í góðviðri og á „tómri brókinni" og
hljóp við smalaprikið. Regn skall yfir. Hestarnir stroknir úr
högunum, yfir Sæmundará, upp í Grísafell. Eg náði þeim loks
og rak heim ríðandi, til vaðs við Gýgjarfoss, svo sem leið lá þá.
Þegar út á vaðið kom, reið hópur af höfðingjum, húnvetnskum
og skagfirskum, vestur yfir móti mér. Suma þekkti ég að sjón,
en þóttist illa til reika að fara framhjá slíkri fylgd, því skó hafði
ég gengið af mér líka. Samt slapp ég yfir um orðalaust og hélt
mig lausan allra eftirmála, en þá hrópar til mín, af hinum
bakkanum, einhver úr flokknum og skipar mér að bíða sín.
Mér þótti miður, en vildi ekki flýja og beið kyrr. Svo komu
þeir allir austur yfir, snúnir við og „kallarinn" fyrstur og spyr
mig þegar, hvort mér sé ekki „við noll“ í svona veðri. Ég sagði
ekkert mark að því. Hann reiddi við söðul sinn gríðarmikið
dýrshorn og mjög koparbúið, sté af baki og leysti til þess. Það
var fullt með vín, og húfan yfir stútnum notuð fyrir bikar.
136