Skagfirðingabók - 01.01.2001, Qupperneq 139
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
Hann hellti í hana, rétti mér, ég renndi af og hlýnaði. Síðan
rétti hann mér hálfan dal x peningum og kvaddi mig. Þetta var
Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum, nafnkunnur á sinni tíð. Einn í
hópnum var Eggert Briem, sýslumaður Skagfirðinga. „Það eru
falleg augu í þessum strák,“ heyrði ég hann segja við einhvern,
sem umkringdu mig. Sjálfur þótti hann þá eygður manna best,
að ég hafði heyrt, og af því ræð ég, að vel eygðu mönnunum
geti missýnst líka!“
I sambandi við löngun og möguleika á að afla sér skóla-
menntunar segir Stephan frá þessum minnisstæða atburði í
drögum að ævisögu: „I Víðimýrarseli langaði mig mjög að
ganga í skóla. T.d. eitt haust var ég úti staddur í rosaveðri. Sá 3
menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi, að voru skóla-
piltar á suðurleið, þar á meðal Indriði Einarsson, kunningi
minn og sveitungi, sitt fyrsta ár til skóla. Mig greip raun, ekki
öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut.
Mamma hafði saknað mín, kom út og kallaði, ég svaraði ekki.
Vildi ekki láta hana sjá mig svo á mig kominn, en hún gekk
fram á mig. Spurði mig hvað að gengi, ég vildi verjast frétta,
en varð um síðir að segja sem var. Eftir þessu sá ég seinna.
Mörgum árum á eftir heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég
hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún bætti því við „að í það
sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin." Tvisvar síðar, einu sinni
heima, öðru sinni hér, hefur mér boðist ávæningur þess, sem
gat verið byrjun til skólagöngu, en ég hef hafnað. í öðru sinni
vorum við öll ráðin til vesturfarar, svo ekki varð við snúið. í
hitt skiptið, hér, hefði ég orðið að láta foreldra mína, aldur-
hnigna og útslitna, sjá fyrir sér sjálf, hefði ég reynt að reyna á.
Nú veit ég ekki, nema lærdómsleysið með öllum sínum göll-
um hafi verið lán mitt, svo ég uni vel því sem varð.“
I byrjun ágústmánaðar 1873 var ferðin til Vesturheims hafin.
Með hafskipinu Queen var siglt til Granton í Skotlandi. Þaðan
fór svo hópurinn, sem var nærfellt 200 manns, með lest til
Glasgow. Þar var stigið um borð á gufuskipinu Manitoban og
137