Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
Snemma fór að bera á efagirni Stephans í trúmálum og taldi
hann sjálfan sig trúleysingja (aþeista). Hann tók samt þátt í
stofnun Kirkjufélagsins 1885, sat stofnfundinn í Winnipeg og
lá við, að hann væri kosinn þar skrifari félagsins. En leiðir hans
og kirkjunnar skildu brátt eftir kirkjuþingið, og síðan var hann
utansafnaðarmaður. Hann var samt jafnan hlynntur þeim trú-
arhreyfingum, sem honum þótti stefna í átt til meira frjáls-
lyndis, bæði hinni nýju guðfræði, sem síra Friðrik Bergmann
aðhylltist á efri árum, og kenningum únitara, sem vinur hans,
síra Rögnvaldur Pétursson, fylgdi. Stephan segir þessa skemmti-
legu sögu af samskiptum sínum við síra Pál Þorláksson: „Þegar
ég var í söfnuði síra Páls í Shawano County, vann ég um tíma í
skógi með tveimur löndum mínum, á líku reki og ég og lærð-
ari miklu og tilvonandi prestum þá. Oft deildum við, þeir sam-
an, ég einn, ætíð um annað en trúarbrögð. Eg byrjaði sjaldnar,
sökum liðsmunar! Eitt sinn tóku þeir að hrósa Opinberunar-
bókinni. Eg lagði ekki til. Loks sneru þeir máli sínu beint að,
hvert mitt álit væri. „Æi,!“ svaraði ég í glettni, „verið þið nú
ekki að þessu oflofi, piltar, um Opinberunarbókina, hún er
enginn helgur spádómur en aðeins eins konar „Gandreið" eða
„Heljarslóðarorusta" eftir einhvern Gröndal þeirra tíma og um
hans samtíð." Svarinu „rigndi ofan í mig,“ óhugsuðu áður, en
hafði þann árangur, sem ég ætlaði: Þeim ofbauð og hættu við
umræður. Næst er ég kom til messu hjá síra Páli, lagði hann
mjög út af óskeikun biblíunnar og hættunni, sem þeir stæðu
í, sem efuðu hana, svo sem þeir, sem líktu Opinberunarbók-
inni við „Gandreið" Gröndals. Mér lá við að hlæja. En jafngóð-
ur var Páll mér eftir sem áður, og aldrei minntumst við á þetta.
Nú er ímyndun mín sú, að Opinberunarbókin snúist um tím-
ana, sem höfundur hennar var uppi á.“
En hvað sem líður afstöðu Stephans til hinna ýmsu kirkju-
kenninga, þá er augljós hin djúpa virðing hans fyrir meistaran-
um frá Nasaret og kenningu hans, t.d. í hinu mikla kvæði:
„Eloi lamma sabakhthani," er hann segir:
140