Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 146
SKAGFIRÐINGABÓK
Ungur fór Stephan að yrkja, en æskuljóð sín lét hann ekki
prenta. Þegar hann var 17 ára byrjaði hann að skrifa skáldsögu,
en hætti í miðjum klíðum og eyðilagði það verk. Fyrsta Ijóð
hans sem kom fyrir almenningssjónir og það eina sem prentað
var eftir hann heima á Islandi áður en hann fór, birtist í Norð-
anfara 9. ágúst 1873 og nefndist „Kveðja" (til Islands).
Um 1890 fór Stephan að birta ljóð í vestur-xslenskum blöð-
um, einkum í Heimskringlu og Öldinni. Fyrsta ljóð hans, sem
verulega athygli vakti, var „Klettafjöll", sem áður var vitnað x.
Mun það hafa átt sinn þátt í nafngiftinni „Klettafjallaskáldið,"
ásamt nábýli hans við Klettafjöllin um áratuga skeið. Ljóð-
harpa Stephans var svo fjölstrengja, að heyra má þar storm-
hvin og þrumugný, en einnig blæhvísl, lindarnið og lóukvak.
Yrkisefni hans eru óvenjulega fjölbreytt. Hann er langförull í
andans heimi og lætur sér fátt óviðkomandi. Hann talar jafnan
máli hins minni máttar og þess sem kúgaður er. I vitund hans
voru vígaferli manna á meðal í raun og veru bróðurmorð. Þess
vegna var hann djarfmæltur friðarvinur alla daga. Slíkur var
áhugi Stephans á þeim og öðrum mannfélagsmálum, að nátt-
úrulýsingar hans og söguljóðin verða löngum augljósar mann-
félagsmyndir. Skáldinu lá böl samtíðar sinnar þungt á hjarta.
En þó að Stephan væri heimsborgari í þess orðs göfugustu merk-
ingu, var hann flestum trúrri og betri Islendingur, tengdur
ættjörð sinni órofa böndum, eins og best má sjá í þessum al-
kunnu orðum hans:
Til framandi landa ég bróðurhug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein,
en ættjarðarböndum mig grípur hver grund,
sem grær kringum Islendings bein.
Þannig yrkir sá einn, sem ann föðurlandi sínu heils hugar.
Fyrsta ljóðabók Stephans kom út árið 1894. Hún nefndist
Úti d víðavangi og var sérprentun úr Öldinni. Eftir það birti
144