Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 149
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJ ÖRÐ ?
Sælust varð hún, veit ég þér
vikan sú, er skópstu heiminn.
Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag við búskaparstörf, margþætt
störf að félagsmálum, ritstörf og síðast en ekki síst ljóðagerð
(oft á næturstundum), hélt Stephan góðri heilsu fram yfir sjö-
tugt. Þá tók að halla undan fæti hvað líkamsheilsu snerti. I
desember 1926 fékk hann aðkenningu af slagi og lá lengi rúm-
fastur, en komst þó á fætur með vorinu 1927. Varð hann þá að
ganga við staf og var þróttlítill. En hugurinn var sívakandi og
áfram hélt hann að yrkja við og við. Síðasta vísan hans er tíma-
sett í júlí 1927. Aðfaranótt hins 27. ágúst þá um sumarið lést
hann af völdum heilablóðfalls á 74. aldursári. Helga kona hans
andaðist 12. desember árið 1940. Þrátt fyrir andstreymið, and-
byrinn og andvökurnar á liðinni ævileið má hiklaust fullyrða,
með hliðsjón af eigin orðum Stephans, að líf hans allt hafi verið
ein samfelld „sigurför, að síðasta klukknahljómi."
Einhverju sinni, þegar Stephan var hvattur til að skrifa ævi-
sögu sína, þá kvað hann þess enga þörf, því lífssögu sína mætti
lesa í þeim ljóðum, sem hann hefði ort og látið frá sér fara.
Þetta er rétt. Ekkert lýsir honum betur en ljóðin hans. í örfá
þeirra hefir verið vitnað í þessari samantekt, en langtum fleiri
hefðu tilvitnanirnar mátt vera. En bæði er erfitt að velja, rúmið
ekki ótakmarkað og um mörg ljóðin mætti skrifa langa rit-
gerð. Þrjár vísur eru mér ofarlega í huga, þegar ég reyni að
kalla mynd skáldsins fram í hugann. Fyrst er það vísan al-
kunna, sem hann sjálfur gaf nafnið „Baslhagmennið":
Löngum var ég læknir minn
lögfræðingur, prestur
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
147